Sumarið 2011 var framkvæmt tilraunaverkefni á tjaldsvæði Dalvíkurbyggðar, sem var styrkt að hluta til af Ferðamálastofu: „fjölbreyttar endurvinnslutunnur á ferðamannasvæðum“ Verkefni þetta var sett af stað af Rökstólar Samvinnumiðstöð ehf. í samstarfi við Dalvíkurbyggð, og Promens Dalvík hf.,

Takmarkið með þessari tilraun var að reyna að prufa mögulegar lausnir fyrir innlendar endurvinnslustefnur sem hægt væri að nota á ferðamannastöðum. Eftirfarandi spurningar voru svo notaðar við eftirvinnslu gagna úr tilrauninni;

  1. Hvers konar sorp er hagstæðast að láta ferðamenn flokka?
  2. Hversu oft þarf að tæma tunnuna borið saman við fjölda ferðamanna og gistinátta?
  3. Hvert er meðalmagn sorps sem hver ferðamaður er að láta frá sér og hversu mikið af því er hægt að endurvinna?
  4. Hvers konar tunnur er hentugast að nota við áningarstaði?
  5. Hvernig er hægt að nota þessar tunnur við stærri viðburði s.s Fiskidaginn Mikla, Nikulásarmótið eða Halló Akureyri?

Niðurstöður:

Fyrirtækið Promens á Dalvík framleiddi þrjár 1250 lítra plasttunnur sérstaklega fyrir þetta verkefni, sem voru settar upp á tjaldsvæðinu á Dalvík og voru til notkunnar frá 1. Júní til 26. Ágúst árið 2011.

Svörin sem fengust við ofangreindum spurningar voru þessar:

  1. Plast, pappír og járn. Það þyrfti að rannsaka sérstaklega hvernig hagstæðast væri að flokka lífræna úrganginn, sérstaklega á tjaldsvæðum.
  2. Samkvæmt tölfræðinni sem Dalvíkurbyggð tók saman, voru u.þ.b. 788 gistinætur á tímabilinu sem tilraunin stóð yfir (bæjaryfirvöld gátu ekki staðfest nákvæma tölu). Það þurfti að tæma tunnurnar þrisvar á þessu tímabili, tvisvar í Júlí og einu sinni í Ágúst.
  3. Samkvæmt sömu tölfræði voru um 1,33 kg af samanlögðu rusli á hverja gistinótt og u.þ.b. 2,62 kg samanlagt af rusli á hvern gest á þessu tímabili. Mestur hluti rusls á tjaldsvæðinu er hægt að flokka og endurnýta. Áríðandi er þó að hafa vel sýnileg skilti og skilmerkileg sem og að upplýsa gesti tjaldsvæðisins um þessar tunnur.
  4. Taflan (1) hér að neðan sýnir samanburð á þeim 2 kerfum sem voru skoðaðar. Þar sem að Dalvíkurbyggð er með tæmingaráætlun við Gámaþjónustu Norðurlands um endurvinnslutunnur í byggðarlaginu var ákveðið að sama fyrirkomulag gilti um þessa tilraun, nema hvað að tæming var ákveðin mánaðarlega. Gert var sérstakt fyrirkomulag við Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar um að skoða vikulega endurvinnslutunnurnar og aðgæta hvort þörf væri á tæmingu oftar en mánaðarlega. Notaðir voru 1000 lítra pokar undan iðnaðarsalti innan í tunnurnar til að auðvelda tæmingu. Voru það pokar sem féllu til frá fyrirtækinu Norðurströnd ehf.
  5. Byggt á fyrri reynslu af Fiskideginum Mikla ákváðu fulltrúar Dalvíkurbyggðar að endurvinnslutunnurnar yrðu læstar og ekki notaðar frá 01.08 til 07.08 á þeirri forsendu að misnotkun yrði á þessum tunnum. Þannig að af þeim sökum er ekki hægt að svara spurningu 5.

Ályktun verkefniis:

Það er sannarlega þess virði að innleiða flokkun á tjaldsvæðum. Til þess að það virki sem best er nauðsynlegt að merkingar séu áberandi og skýrar og gestir séu vel upplýstir. Við mælum endregið með því að samskonar tilraunir verði gerðar á fleiri ferðamannasvæðum, ekki bara á tjaldsvæðum heldur einnig á svæðum sem ferðamenn koma saman s.s. Ásbyrgi, Gullfoss og slíkum stöðum.

Von okkar er sú að þetta tilraunaverkefni muni hjálpa til við innleiðingu endurvinnslusöfnunarstöðva á sem flestum stöðum um allt Ísland. Eins og sést, er vel hægt að nota staðbundnar auðlindir og hafa rusalfötur framleiddar staðbundið á Íslandi.

 

Þakkir til:

Dalvíkurbyggð – fyrir ómælda vinnu
Promens Dalvík, ehf – fyrir tunnurnar sem voru gefnar í verkefnið Norðurströnd, ehf – fyrir poka undan salti

Eftirtöldum aðilum er einnig þökkuð aðstoð við þetta verkefni:

Sveinn R. Traustason, Umhverfisstjóri, Ferðamálastofa,
Jón Arnar Sverrisson, Garðyrkjustjóri, Dalvíkurbyggð,
Magni Þór Óskarsson, verkefnastjóri vinnuskóli Dalvíkurbyggðar,
Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra tjaldsvæðis, Akureyri,
Ralf Trylla, Umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar,
Gunnar Garðarson, verkefnastjóri Fura ehf., Sagaplast endurvinnsla ehf, áhugamaður í endurvinnslu og umhverfismál,
Helgi Pálsson, Rekstarstjóri, Gámaþjónusta Norðurlands ehf.

Tilvísun:
1) Ralf Trylla, Umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar

Birt:
6. maí 2012
Höfundur:
Ienka Uhrova
Tilvitnun:
Ienka Uhrova „NIðurstöður tilraunaverkefnis - endurvinnsla á ferðamannsvæðum“, Náttúran.is: 6. maí 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/06/nidurstodur-tilraunaverkefnis-endurvinnsla-ferdama/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. maí 2012

Skilaboð: