Taubleiumarkaður í Lifandi markaði
Taubleiumarkaður verður haldin nk. laugardag, 22. október frá kl. 12:00 til 16:00 í Lifandi markaði, Borgartúni 24.
Notkun taubleia er betri fyrir umhverfið auk þess að spara heimilum töluverð útgjöld. Því hafa taubleiur notið aukinna vinsælda hér á landi. Hvert barn notar, að meðaltali, um 6.000 bréfbleiur á bleiutímabilinu. Þetta gerir u.þ.b. tvö tonn af sorpi á hvert barn, sem mun svo taka um 500 ár að eyðast í náttúrunni. Hægt er að koma í veg fyrir þessa uppsöfnun bréfbleia með tilheyrandi kostnaði og umhverfismengun með því að nota taubleiur.
Vefverslanirnar Bambus.is - http://bambus.is/, Kindaknús - http://kindaknus.123.is/, Montrassar - http://montrassar.net/, Snilldarbörn - http://snilldarborn.com/ og Tamezonline - http://www.tamezonline.com/ standa fyrir markaðinum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Taubleiumarkaður í Lifandi markaði“, Náttúran.is: Oct. 19, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/19/taubleiumarkadur-i-lifandi-markadi/ [Skoðað:Dec. 9, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.