Fyrsta regla þegar kemur að því að útbúa súpu er að það eru engar reglur. Súpur er hægt að búa til frá grunni eins og þig lystir.

Eftirfarandi uppskrift er ætluð fyrir 4-6 manns.

Soð:
1,4 – 1,8 l af grænmetis krafti
9 dl af vatni
1 dl af hvítvíni
1 dl af tamari sósu
1/2 dl af gerflögum
1 lengja af kombu þörungum
1 tsk af ólífuolíu
safi úr einni sítrónu
1/2 teskeið af timían
2 lárviðarlauf
1/2 tsk af rauðum pipar (í flögum)
salt og pipar

Grænmeti:
2 miðlungsstórar gulrætur skornar niður
2 sellerístangir skornar niður
1/4 af hvítkáls haus
2 miðlungsstórar kartöflur skornar í teninga
2,5 dl af blómkáli
2,5 dl af brokkolí
slatti af grænkáli
1/2 dl af saxaðri ferskri steinselju
2 tsk af hörfræolíu
2 tsk af ristuðum sesamfræjum

Eldunaraðferð:
Notaðu stóran pott og leyfðu soðinu að ná suðu. Bættu við kartöflum, gulrótum, sellerí og hvítkáli og minnkaðu hitann. Láttu malla í um 20-30 mínútur eða þangað til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Bættu svo blómkáli og brokkolí við og leyfðu að malla í 5-10 mínútur í viðbót. Bættu svo við grænkálinu og sjóddu í nokkrar mínútur í viðbót. Í lokin stráirðu steinselju og sesamfræjum yfir súpuna og hellir einnig hörfræolíunni yfir.

Birt:
18. október 2011
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Einföld grænmetissúpa“, Náttúran.is: 18. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/18/einfold-graenmetissupa/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: