Málþing um sjálfbær sveitarfélög
Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málþingi um sjálfbær sveitarfélög á Hótel Selfossi fimmtudaginn 13. október kl. 13.00-17:00. Málþingið er haldið í samvinnu við umhverfisráðuneytið.
Málþingið ber yfirskriftina: „Sjálfbær sveitarfélög - lífvænlegt umhverfi – félagslegt réttlæti – ábyrg fjármálastjórn“.
Á málþinginu verða kynnt verkefni sem tengjast sjálfbærni með einum eða öðrum hætti og eru í gangi víðs vegar um landið.
Dagskrá:
13:00 Inngangsorð - Lúðvík E. Gústafsson, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
13:05 Sjálfbærni í sveitarfélögum á Íslandi - Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur
13:20 Kynning á verkefnum tengdum sjálfbærni.
- Fyrstu jarðvangar (Geoparks) á Íslandi - Freyr Ævarsson, Fljótsdalshéraði
- Samþætting aðalskipulags og staðardagskrár 21 - Yngvi Loftsson, Landmótun
- Hagkvæmar lausnir á meðhöndlun úrgangs í dreifbýli - Ralf Trylla, Ísafjarðarbæ
- Sjálfbærniverkefni á Austurlandi - Guðlaug Gísladóttir, Norðurþingi
- Atvinnuátaksverkefni í skógrækt - Einar Örn Jónsson, Skógræktarfélagi Íslands
14:10 Velferð til framtíðar - Hugi Ólafsson, umhverfisráðuneytinu
Kaffihlé
Stefna Sambands íslenskra sveitarfélaga og verkefnin framundan - Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins
14:45 Kynning á verkefnum tengdum sjálfbærni
- Reykjavíkurborg og loftslagsmál - Eygerður Margrétardóttir, Reykjavíkurborg
- Stefnumót við betri framtíð - Margrét Júlía Rafnsdóttir, Kópavogsbæ
- NordLead verkefnið - Lúðvík E. Gústafsson, sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Umhverfisvottun sveitarfélaga - Theódóra Matthíasdóttir, Stykkishólmsbæ
- Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Sveinn Rúnar Traustason, Ferðamálastofu
16:00 Virkir þátttakendur á málþinginu – hópvinna og umræður
a) Hvað er mikilvægast fyrir sjálfbært samfélag? Er hægt að forgangsraða?
b) Vinnuhópar kynna niðurstöður sínar
c) Hvernig er hægt að vinna verkefnum sem eru í gangi og nýjum verkefnum brautargengi?
17:00 Lok málþingsins
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Málþing um sjálfbær sveitarfélög“, Náttúran.is: 11. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/11/malthing-um-sjalfbaer-sveitarfelog/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.