Álrisi til sölu
Í frétt hér á Náttúrunni frá 07.05.2007 segir frá yfirtökutilboði Alcoa í Alcan sem hljóðaði upp á 73,25 bandaríkjadali á hlut (tilboðið hljóðaði upp á 2.054 milljarða króna). Í kjölfarið var fjallað um það í heimspressunni að barátta um Alcan kynni að vera í uppsiglingu, þá ekki einangrað við Alcoa sem kaupanda heldur gæti það þýtt að Rusal eða Rio Tinto hefðu áhuga á að eignast kanadíska álrisann Alcan.
Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Alcan síðan að tilboði Alcoa yrði ekki tekið. Nú fyrir helgi sendi Alcan síðan frá sér fréttatilkynningu þess efnis að fyrirtækið „myndi íhuga“ nýtt og hærra tilboði Alcoa. Hugsanlegur samruni Alcan við ástralska námurisann BHP er þá væntanlega hugsaður til að þrýsta á Alcoa um hærra tlboð.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Álrisi til sölu“, Náttúran.is: 27. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/27/lrisi-til-slu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 30. maí 2007