Johnny Åkerholm, bankastjóri Norræna fjárfestingabankans, vill að fjármálageirinn láti meira til sín taka í baráttunni við loftslagsbreytingar. Nú dugi ekki lengur að vera meðvitaður um vandann, heldur þurfi að grípa til aðgerða - og þar þurfi peningastofnanir að leggja sitt af mörkum, bæði í formi fjármagns og sérfræðiþekkingar. Í gær stóð bankinn fyrir málstofu um þessi mál í New York, þar sem Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, var meðal ræðumanna.
Lesið frétt á heimasíðu Norræna fjárfestingabankans í gær
og frétt í Miljörapporten í dag
Birt:
8. apríl 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 8. apríl“, Náttúran.is: 8. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/11/oro-dagsins-8-april/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2008

Skilaboð: