JökulsárlónBókaútgáfan Opna hefur gefið út bókina Jökulsárlón – Árið um kring  eftir Þorvarð Árnason. Bókin kemur út í fjórum útgáfum; íslenskri, enskri, franskri og þýskri. Myndirnar í bókinni eru ríflega eitt hundrað talsins. Þær eru allar teknar við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, flestar á um tólf mánaða tímabili frá maí 2009 til apríl 2010, og sýna Lónið því á mismunandi árstímum, frá ólíkum sjónarhornum og við misjöfn veðurskilyrði. Í bókinni er meðal annars að finna fjölmargir myndir af Lóninu í vetarbúningi en þá eru litirnir í jökunum sterkastir og margbreytilegastir. Bókin er innbundin og 128 bls. að stærð. Hún verður fáanleg í helstu bókabúðum landsins og einnig hjá ýmsum söluaðilum á Hornafirði.

Þorvarður Árnason hefur búið á Höfn í Hornafirði frá árinu 2006. Hann er doktor í umhverfisfræðum og einnig líffræðingur og kvikmyndagerðarmaður að mennt. Þorvarður er forstöðumaður Fræðasetursins á Hornafirði og jafnframt sérfræðingur í umhverfismálum við Háskóla Íslands. Þorvarður hefur fengist við ljósmyndun og kvikmyndagerð um þriggja áratuga skeið, þegar tækifæri hefur gefist frá öðrum störfum. Hann hefur haldið þrjár einkasýningar á ljósmyndum og einnig gert nokkrar stuttmyndir.

Myndin er af einni af Jökulsárslónsmyndum Þorvarðs Árnasonar í bókinni.

Birt:
26. júlí 2010
Tilvitnun:
Þorvarður Árnason „Jökulsárlón árið um kring“, Náttúran.is: 26. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/26/jokulsarlon-arid-um-kring/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: