Litlu álfaspilinLitlu álfaspáspilin komu út um Jónsmessuna árið 2009. Þessi einstöku spil eru gerð af Ragnhildi Jónsdóttur myndlistarmanni og spámiðli en Raghnhildur byggir spilin á sambandi sínu við álfheima og íslenska náttúru en Ragnhildur er í þann mund að opna LItla álfahúsið, nýtt álfasetur í Hellisgerði í Hafnarfirði.

Í inngangi í litla bæklingnum sem fylgir stokknum með Litlu álfaspáspilunum segir:

„Á Íslandi hefur trú á álfa og hulduverur fylgt okkur frá upphafi landnáms. Landnámsmenn hafa tekið þessa trú með sér frá Írlandi og Noregi eða skulum við segja höfðu næmnina og viljann sem þarf til að upplifa þetta líf í Náttúrunni. Margir eru tengdir þessum verum enn í dag en þora varla að tjá sig um það eða taka því sem léttri ímyndun.

Það er frjálst val þitt hvort þú lítur á þessar sögur sem ævintýri eða hvort þú tekur þeim sem sannleika. En hugsaðu um það næst þegar þú horfir á hraunklett eða holtagrjót, ...býr kannski heil fjölskylda þarna?

Ég ólst upp í nágrenni Hellisgerðis í Hafnarfirði. Sá garður er þéttbyggður hinum ýmsu hulduverum. Þessar verur voru hluti af æsku minni, hluti af leikfélögunum.“

Í bæklingnum eru leiðbeiningar um hvernig spilin eru notuð og útskýringatexti fyrir hvert spil, bæði á íslensku og ensku. Hægt er að spyrja spilin spurninga eins og; Hvaðan kem ég? Hvað tek ég með mér áfram? Hver er staða mín? Hvað gerist næst? O.s.fr. en litlu álfaspáspilin eiga að hjálpa okkur að finna svörin við þessum spurningum innra með okkur.

Spilin fjalla um táknmyndir eins og:

Trjáveru, Dverg í hól, Álft, Vatnadís, Stein í veginum, Hreiðurgerð, Hellisgerði, Huldukonuna Púldu, Blómagarð, Hulduverur, Kríu, Vind, Landslag, Fjársjóðskistu, Fræðarann í Hvalfirði, Kisur, Íslenskan fjárhund, Fugl í sjálfsköpuðum vanda, Svartálfa, Dverginn og blómið, Fjallatívi, Krumma, Þingvelli, Uglu, Hvönn, Verndarengil o.fl.

Hægt er að kaupa Litlu álfaspilin hér á Náttúrumarkaði.

Birt:
12. júní 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Litlu álfaspáspilin“, Náttúran.is: 12. júní 2011 URL: http://nature.is/d/2010/07/26/litlu-alfaspilin/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 26. júlí 2010
breytt: 11. júní 2011

Skilaboð: