Heyannir er mánuður sá, sem sól hleypur um ljónsmerki. Nafn þessa mánaðar sýnir hvað þá skal iðja. Því nú er komið að því ábatasamasta verki hér á landi, sem er að afla heys, og meta það flestir menn öðrum framar. Sláttur byrjar venjulega að miðju sumri. Vökva menn plöntur einu sinni í viku, með sjóvatni en öðru vatni annars, ef miklir þurkar ganga. Nú má safna burkna, hann er góður að geyma í honum vel þurrum egg, rætur og epli, sem ei mega út springa, hann ver og mokku og fúa. Líka hafa menn brúkað ösku í hans stað. Kornsúru og kúmeni má nú safna. Mitt í þessum mánuði er sölvatekjutími.

Samantekt um tímabilið 20. júlí - 20. ágúst. Úr ritinu „Atla“ eftir Björn Halldórsson í Sauðlauksal.

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
29. júlí 2013
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Heyannir“, Náttúran.is: 29. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/21/20-jl-20-gst/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. apríl 2007
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: