Í dag, laugardaginn 24. júlí 2010, afhenti Friðrik Weishappell, upphafsmaður söfnunar til styrktar Ómari, ríflega 12 miljónir króna sem safnast hafa að undanförnu. Ómar lýsti því í blaðaviðtali fyrir skemmstu að hann væri allslaus eftir áralanga baráttu á sviði náttúruverndar og vinnslu nokkura heimildamynda um þau efni. Þá var blásið til söfnunarinnar og hefur hún gengið vel. Henni er ekki lokið og geta þeir sem vilja stutt Ómar með framlögum. Tillaga Friðriks var að hver gæfi sem næmi 1.000 kr eða það sem viðkomandi gæti og vildi láta af hendi rakna.

Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Ómar fyrir það framlag sem hann hefur innt af hendi í baráttunni fyrir upplýsandi umræðu um náttúru og virkjanir. Hann hefur verið ósérhlífinn í því starfi og lagt mikið á sitt heimafólk og kunnum við hjá Náttúran.is honum bestu þakkir.

Hér er reikningurinn sem hægt er að leggja inn á.
Kt: 160940 4929
Reikn: 0130 26 160940


Erlendar millifærslur.
IBAN: IS 7901 3026 1609 
4016 0940 4929
Swift:NBIIISRE
Merkt: Afmælisgjöf til Ómars

Síða söfnunarinnar á Facebook

Birt:
24. júlí 2010
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:

Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Ómar Ragnarsson fékk rúmar 12 miljónir í dag“, Náttúran.is: 24. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/24/omar-ragnarsson-fekk-rumar-12-miljonir-i-dag/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. júlí 2010

Skilaboð: