Lífrænn heimilisúrgangur nýttur til uppgræðslu í landnámi Ingólfs
Framkvæmdastjóri Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs, Björn G. Jónsson leggur til í grein í Morgunblaðinu í dag að lífrænn úrgangur verði nýttur til skógræktar og uppgræðslu í landnámi Ingólfs sem markast af strandlengju Reykjanesskagans og í austri af Ölfusá, Sogi, Þingvallavatni og botni Hvalfjarðar. Fyrst og fremst er átt við lífrænan heimilisúrgang og leggur hann til að úrganginum verði safnað saman í Breiðadal, norðan við Kleifarvatn og hann nýttur til moltugerðar. Jarðvegsmyndun getur sem og skógrækt bundið kolefni úr koltvísýringi en ekki er ljóst hversu mikið magn væri hægt að binda með slíku landbúnaðarátaki. Björn segir að helstu svæðin sem hægt væri að græða séu í nágrenni Þorlákshafnar, á Hafnasandi, á Miðnesheiði, við Kleifarvatn, Krýsuvík og á Mosfellsheiði. Sjá meira um Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs.
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Lífrænn heimilisúrgangur nýttur til uppgræðslu í landnámi Ingólfs“, Náttúran.is: 26. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/26/lfrnn-heimilisrgangur-nttur-til-uppgrslu-landnmi-i/ [Skoðað:24. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. júlí 2010