Í fréttatilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands segir:

Tuttugu til þrjátíu milljarða tap af Kárahnjúkavirkjun - samkvæmt uppgefnum tölum Landsvirkjunar.
-
Náttúruverndarsamtök Íslands hafa ítrekað gagnrýnt neikvæða arðsemi Kárahnjúkavirkjunar og þá einkum hversu litlar kröfur Landsvirkjun (eigendur fyrirtækisins) gera til arðsemi fjárfestingarinnar. Nú má reikna hana með tölum sem Landsvirkjun gefur upp í nýju og endurskoðuðu arðsemismati sem birt er á vefsíðu fyrirtækisins (sjá lv.is). Í frétt Landsvirkjunar segir að miðað sé við 6,9% vegin meðalkostnað fjármagns (WACC). Það gefur nægar upplýsingar til þess að meta arðsemina út frá markaðsforsendum. Almennt nota greingardeildir WACC 9-10% fyrir íslensk fyrirtæki. WACC 6.9% er mun lægri tala en jafnan er miðað við þegar fyrirtæki eða fjárfestingar eru verðmetin. Ef arðsemi Kárahnjúkavikjunnar er metin með með WACC 8% yrði núvirt sjóðstreymi (cash flow) 20 milljörðum lægra en stofnkostnaður. Ef WACC er 9% yrði það neikvætt um 30 milljarða. Með öðrum orðum, tapið af fjárfestingu Landsvirkjunar í Kárahnjúkavirkjun nemur 20-30 milljörðum króna miðað við að veginn meðalkostnaður fjármagns (WACC) sé 8% - 9%, líkt og telja verður eðlilegt út frá markaðsforsendum.

Verðmöt fyrirtækja/fjárfestinga eru mjög næm fyrir breytingum í WACC. Til dæmis myndi verðmæti fyrirtækja í Kauphöll Íslands hækka um 130% ef WACC væri 6.9% í stað 9.5%.


Birt:
6. september 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „20-30 milljarða tap af Kárahnjúkavirkjun?“, Náttúran.is: 6. september 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20// [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 14. júlí 2010

Skilaboð: