Orkufyrirtækið Svevind AB áformar að byggja stærsta vindmyllugarð í heimi við Piteå í Svíþjóð. Settar verða upp 400-1.000 vindmyllur með samanlagt uppsett afl allt að 4 GW. Árleg framleiðslugeta er áætluð um 10 TWst, sem er svipað og öll raforkuframleiðsla á Íslandi á þessu ári, án Kárahnjúkavirkjunar. Stofnkostnaður er áætlaður um 40 milljarðar sænskra króna (um 390 milljarðar ísl. kr).
Lesið frétt í Miljörapporten í gær
og fræðist meira á heimasíðu Svevind AB

Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21

Myndin sem fylgir greininni er af vindmillu á vef Svevind.
Birt:
30. nóvember 2007
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 30. nóvember 2007“, Náttúran.is: 30. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/30/oro-dagsins-30-november-2007/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: