Innan tveggja vikna er áætlað að Ríkisstjórn Íslands skrifi undir endanlega lögleiðingu kaupsamnings Magma Energy Sweden AB á nýtingarrétti íslenskra orkuauðlinda sem leiðir til þess að fyrirtækið fái einkarétt á nýtingu auðlindanna til næstu 65 ára, með framlengingarmöguleika til annarra 65 ára!

Björk Guðmundsdóttir sendi Umboðsmanni Alþingis formlega ábendingu um að taka sölu- og samningaferli í Magmamálinu til gagngerrar endurskoðunar áður en samningurinn um kaup Magma á HS orku verður endanlega samþykktur í lok mánaðarins með þeim afleiðingum að fyrirtækið fái einkarétt á að nýta mikilvægar orkuauðlindir Íslendinga til 65 ára, rétt sem síðan er endurnýjanlegur til annarra 65 ára.

Björk sendir Umboðsmanni Ábendinguna, ásamt þeim Jóni Þórissyni, arkitekt og aðstoðarmanni Evu Joly, og Oddnýju Eir, rithöfundi, í þeirri von að hann gæti hagsmuna almennings í málinu, sem eru miklir, og þar sem málið gæti orðið að prófsteini í auðlindamálefnum þjóðarinnar, er í ábendingunni brýnt að endurskoða þurfi allan samninginn í ljósi endurnýjaðrar framtíðarsýnar.

Björk birtir einnig á vef sínum www.bjork.com spurningar á ensku og á íslensku sem allar varða auðlindir Íslands og framtíð lýðræðisins og hvetur til líflegrar umræðu.

Sjá ábendingu til umboðsmann hér.
Sjá íslenskan spurningalista hér.
Sjá enskan spurningalista hér.

Ljósmynd: Barnið Björk.

Birt:
14. júlí 2010
Tilvitnun:
Oddný Eir Ævarsdóttir „Björk og Magma“, Náttúran.is: 14. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/14/bjork-og-magma/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. júlí 2010

Skilaboð: