Miðaldadagar að GásumLíf og starf fólks í Gásakaupstað miðalda er endurvakið á Miðaldadögum 17. - 20. júlí. Kynnist vígfimum Sturlungum og vígamönnum í för erlendra kaupmanna. Kaupstaðurinn iðar af lífi og starfi miðaldafólks með  fjölbreyttustu viðfangsefni.  Iðnaðarmenn með brennisteinshreinsun, tré- og járnsmíðar, útskurð, leirgerð og viðgerðir á nytjahlutum. Bogar og örvar eru smíðaðir. Knattleikur er iðkaður af miklu kappi. Gestir kynnast vígfimum Sturlungum og vígamönnum í för erlendra kaupmanna og er fátt eitt upptalið.

Dagskrárdrög Miðaldadaga:

Laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. júlí er opið frá kl. 11:00 – 17:00.

11:00 – 17:00 Innlendir og erlendir kaupmenn og handverksmenn að störfum. Hægt er að taka þátt í ýmsu s.s. bogfimi, knattleik, steinakasti í „Örlygsstaðabardaga” , slöngvuvaðsfimi.
12:30 og 15:30  Leiðsögn um fornleifasvæðið.  Gengið er frá tröppum stutt frá miðasölu. Leiðsögumenn frá Lifandi leiðsögn fræða ykkur.
12:00 – 17:00 Knattleikur.
15:00 Barist á Gásum.
12:00 – 14:00 Getur þú skotið af miðaldaboga?
13:00 – 15:00 Getur þú skotið með miðaldaslöngvuvað?
11:00 – 17:00 Eldsmiður að störfum.
13:00 og 15:00 Hvernig var bókfell gert.
12:00 og 15:30 Leikþættir úr sögu Gásakaupstaðar.
12:00 – 15:30 Kjörsúpa og brauð að miðaldasið.

Dagskráin mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. er svipuð og um helgina en opnunartíminn er styttri. Ofantalin upptalning er í raun aðeins hluti af því sem fer fram.

Sjá Gásakaupstað hér á Grænum síðum.

Sjá nánar á www.gasir.is.

Ljósmynd: Frá Miðaldahátíðinni að Gásum 2009, Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
12. júlí 2010
Uppruni:
Gásir
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Miðaldadagar í Gásakaupstað“, Náttúran.is: 12. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/12/midaldadagar-i-gasakaupstad/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. júlí 2010

Skilaboð: