Unnið að aukinni vernd friðaðra fugla
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur sett af stað vinnu til að bregðast við rannsóknum Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýna fram á að skothögl finnast í fimmta hverjum erni og fjórða hverjum fálka sem fundist hafa dauðir hér á landi. Báðar tegundirnar eru friðaðar og skráðar á válista vegna þess hve fáliðaðir stofnarnir eru. Talið er að 65 varppör séu í íslenska arnarstofninum og 300 – 400 pör í fálkastofninum.
Í kjölfar niðurstöðu rannsókna Náttúrufræðistofnunar hefur umhverfisráðherra ákveðið að semja reglugerð sem fjallar meðal annars um verslun með friðaða fugla. Hún verður unnin í samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun Þá verður Umhverfisstofnun falið að efla fræðslu um bann við veiðum á örnum og fálkum.
Frétt Náttúrufræðistofnunar um rannsóknir á fálkum og örnum.
Ljósmynd: Þessi fálki var rannsakaður og hann reyndist vera með skotsár á höfði og baki. Mynd: Ólafur K. Nielsen.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Unnið að aukinni vernd friðaðra fugla“, Náttúran.is: 8. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/08/unnid-ad-aukinni-vernd-fridadra-fugla/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010