Góð þátttaka í undirskriftarsöfnun um stóriðjulausa Vestfirði
Í fréttatilkynningu frá starfshóp um stóriðjulausa Vestfirði segir:
Á ellefta hundrað undirskriftir söfnuðust undir stuðningsyfirlýsingu um stóriðjulausa Vestfirði á sýningunni Perlan Vestfirðir, dagana 6.–7. maí. Að yfirlýsingunni stóðu nokkur af helstu náttúruverndarsamtökum á Íslandi, auk einstaklinga. Tildrög yfirlýsingarinnar var boð Fjórðungssambands Vestfjarða til samstarfshóps helstu náttúruverndarsamtaka landsins sem stóðu að ráðstefnunni "Orkulindin Ísland - Náttúra, mannauður og hugvit", sem haldin var á Hótel Nordica 10. mars síðastliðin. Starfshópurinn tók einnig þátt í málþingi um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum sem haldin var á Hótel Loftleiðum 7. maí sl. í tengslum við sýninguna Perlan Vestfirðir.
Myndin er einni af styttum Samúels Jónssonar í Selárdal við Arnarfjörð.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Góð þátttaka í undirskriftarsöfnun um stóriðjulausa Vestfirði“, Náttúran.is: 16. maí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/undirskrsofnun/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 11. maí 2007