Nature in designNáttúran í hönnun er samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Landsvirkjunar.

Á sýningunni er boðið í ferðalag um hlutbundna náttúru íslenskra hönnuða og skyggnst inn í hugarheim þeirra, meðal annars með áhugaverðum viðtölum.

Rúmlega 30 hönnuðir sýna verk sín. Á meðal þeirra eru: Árni Grétarsson, Brynhildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll, Dagný Bjarnadóttir, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Hanna Jónsdóttir, Jón Björnsson, Katrín Ólína, Jóhanna Methúsalemsdóttir, Hildur Yeoman, Snæfríð Þorsteins & Hildigunnur Gunnarsdóttir, Vík Prjónsdóttir (fyrirtæki) og Tinna Gunnarsdóttir.

Sýningarstjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir.

Í Ljósafossstöð er einnig sýningin Raunveruleikatékk. Lettneska myndlistakonan Ieva Epnere sýnir myndir af íslenskum unglingum í myndröð sem hún kallar I would like to be …. Þar spyr hún íslenska unglinga um framtíðardraumana og myndar þá í sérherberginu heima, áður en þeir fljúga úr hreiðrinu.

Raunveruleikatékk er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Listahátíðar í Reykjavík.

Ljósafossstöð er opin frá 13:00 til 1:007 virka daga í sumar og frá 13:00 til 18:00 um helgar. Síðasti sýningardagur er 28. ágúst.

Sogsstöðvarnar eru á „Þingvallahringnum“ þ.e. við þjóðveg 36 sem liggur frá Mosfellsbæ til Þingvalla og þaðan til suðurs niður með Soginu þar sem stöðvarnar eru.

Við Selfoss undir Ingólfsfjalli er hægt að fara þjóðveg 35 af þjóðvegi 1 og beygja inn á þjóðveg 36 ofan við Þrastarlund og þaðan að stöðvunum. Þú sérð staðsetningu Ljósafollsvirkjunar hér á Grænum síðum og allar vatnsaflsvirkjanir hér á Græna kortinu í flokknum Virkjun vatnsafls.

Nánari upplýsingar um Sogsstöðvar á vef Landsvirkjunar.

Birt:
2. júlí 2010
Höfundur:
Hönnunarmiðstöð
Tilvitnun:
Hönnunarmiðstöð „Náttúran í hönnun í Ljósafossvirkjun“, Náttúran.is: 2. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/02/natturan-i-honnun-i-ljosafossvirkjun/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: