Parísaryfirlýsingin
Í Parísaryfirlýsingunni felst m.a. fjölþjóðlegt átak til að tryggja samræmi milli starfsaðferða og reglna þróunarstofnana, tvíhliða sem marghliða, við starfsaðferðir og stjórnkerfi þróunarlandanna. Í hverju ríki starfa fjölmargir aðilar að þróunaraðstoð. Þannig vinna margir að því að leysa sömu vandamálin og verkefnavinna skarast. Stjórnkerfi þróunarríkja þurfa að sinna mörgum samstarfsaðilum með ólíar kröfur um t.d. aðferðafræði og skýrslugerð sem leiðir til mikils vinnuálags og óhagræðis fyrir viðtökuríkið. Parísaryfirlýsingin felur í sér aðgerðarlista með mælanlegum markmiðum og tímaáætlun sem skal stuðla að því að yfirlýsingin leiði til áþreifanlegra úrbóta.
Birt:
12. júní 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Parísaryfirlýsingin“, Náttúran.is: 12. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/30/parisaryfirlysingin/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. júní 2010