Ríó-yfirlýsingin
Á heimsráðstefnunni um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiro árið 1992, ákváðu ríki heims að sporna við neikvæðum áhrifum mannsins á umhverfi og lífríki jarðar - með öðrum orðum að stuðla að sjálfbærri þróun. Meginregla sjálfbærrar þróunar er að mæta þörfum samtímans en um leið draga ekki úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Skuldbindingar Ríó-ráðstefnunnar voru endurnýjaðar á leiðtogafundi í Jóhannesarborg árið 2002.
Birt:
19. júní 2010
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Ríó-yfirlýsingin“, Náttúran.is: 19. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/30/rio-yfirlysingin/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. júní 2010