Foldarskart í ull og fat
Í síðustu viku kom út ný bók um jurtalitun sem heitir Foldarskart í ull og fat - Jurtalitun.
Nokkur lítil hefti um jurtalitun komu út fyrir rúmlega 100 árum og eitt fyrir um 60 árum svo að tími var kominn til að gefa út bók um efnið. Bókin er ríkulega myndskreytt og aftan á henni er eftirfarandi texti:
Jurtalitun sameinar margt sem gleður svo sem útivist, þjóðlegt handverk og listsköpun. Höfundar bókarinnar Foldarskart í ull og fat eru kennarar, Sigrún Helgadóttir, líf- og umhverfisfræðingur og Þorgerður Hlöðversdóttir, textíllistakona. Þær hafa lengi sankað að sér aðferðum og hugmyndum um jurtalitun, kennt jurtalitun á námskeiðum og litað útsaumsgarn fyrir Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Í bókinni miðla þær öðrum af þekkingu sinni og reynslu. Í henni eru hagnýtar leiðbeiningar um jurtalitun sem byggðar eru á gömlum hefðum og taka mið af nútíma aðstæðum og náttúruvernd.
Myndin er af bókinni.
Birt:
Tilvitnun:
Sigrún Helgadóttir „Foldarskart í ull og fat“, Náttúran.is: 17. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/17/foldarskart-i-ull-og-fat/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. ágúst 2010