Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur ákveðið að gestastofa garðsins á Skriðuklaustri verði byggð samkvæmt vistvænum stöðlum. Talið er að gestastofan verði fyrsta húsið hér á landi sem fengi slíka vottun samkvæmt viðurkenndum stöðlum.

Notast verður við breska staðalinn BREEAM, sem tekur til hönnunar, byggingar og reksturs hússins. Staðallinn byggir á evrópskum byggingarreglum. Talið er að aukalegur kostnaður við að byggja samkvæmt staðlinum geti numið allt að 10 milljónir króna en reynslan sýnir að slíkar byggingar eru ódýrara í rekstri en hefðbundnar byggingar.

Sjá nánar um BREEAM.

Birt:
22. október 2008
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Vistvæn gestastofa á Skriðuklaustri“, Náttúran.is: 22. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/22/vistvaen-gestastofa-skriouklaustri/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. júní 2010

Skilaboð: