Jónsvaka í miðbæ Reykjavíkur
Jónsvaka er ný og spennandi listahátíð sem haldin verður í hjarta Reykjavíkur dagana 24.-27. júní. Hátíðin dregur nafn sitt af Jónsmessunótt sem er fimmtudagin 24. júní en hér á árum áður voru dagurinn fyrir Jónsmessu og Jónsmessunóttin sjálf nefnd einu nafni Jónsvaka.
Samhliða hinum ýmsu listviðburðum með ungt fólk í brennidepli verður boðið upp á þriggja daga tónleikadagskrá þar sem rjóminn af íslensku tónlistarlífi spreytir sig. Að framkvæmd og undirbúning hátíðarinnar standa m.a. Framkvæmdafélag listamanna, Patrón og Faxaflói.
Hefð er fyrir Jónsmessuhátíðum víða um heim og því skemmtilegt að hátið skuli nú haldin hér á landi á kraftmesta tíma ársins, á hátindi árshringsins.
Sjá nánar á www.jonsvaka.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jónsvaka í miðbæ Reykjavíkur“, Náttúran.is: 24. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/24/jonsvaka-i-midbae-reykjavikur/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.