Hátíð í heiðmörk - 60 ára afmæli
Sextíu ár eru liðin frá því að Heiðmörk var opnuð sem útivistar- og friðland. Skógræktarfélagi Reykjavíkur var jafnframt falin varðveisla og umsýsla um henni. Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur flytur ræðu á fjölskylduhátíð í Heiðmörk á laugardaginn og gróðursetur garðahlyn í tilefni dagsins.
Milljónir trjáplantna hafa verið gróðursettar í Heiðmörk og er svæðið nú vaxið samfelldum skógi. Heiðmörk er eitt af vinsælustu útivistarsvæðum íbúa á Höfuðborgarsvæðinu.
Ráðstefna verður haldin 25. júní við Elliðavatn kl. 14:00-17:00. Þar verður kynnt ný aðferðafræði til að meta land til verðs á annan hátt en venjulega gert, til dæmis út frá þjónustuþáttum náttúrunnar. Áhrif skógræktar á vatn og vatnsgæði verða skoðuð og skýrt frá vinnu í kringum deiliskipulag Heiðmerkur.
Fjölskylduhátíð verður í Heiðmörk 26. júní kl. 13-16. Margt skemmtilegt verður gert fyrir fjölskyldur á þeim degi. Rathlaupsfélagið Hekla stendur fyrir rathlaupi, Náttúruskóli Reykjavíkur býður upp á skógarleiki fyrir börn, þá verður þrautabraut sett upp og gómsætar veitingar verða á góðu verði.
„Við vonumst eftir sem flestum borgarbúum í Heiðmörk á fjölskylduhátíðina á laugardaginn,“ segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands og við miðum dagskrána bæði við börn og fullorðna.
Birt:
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Hátíð í heiðmörk - 60 ára afmæli“, Náttúran.is: 24. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/24/hatid-i-heidmork-60-ara-afmaeli/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. október 2010