Brisið er allstór, aflangur kirtill sem er vinstra megin í kviðarholi aftan við maga. Brisið er bæði útkirtill, sem framleiðir meltingarensím, og innkirtill. Innkirtlastarfsemi fer fram í briseyjum sem eru smáir frumuklasar vítt og breitt um brisið. Í briseyjunum myndast hormónin insúlín og glúkagon. Insúlín minnkar blóðsykur m.a. með því að örva upptöku á glúkósa úr blóði og umbreytingu hans í glþkógen í lifur og vöðvum. Hormónið örvar einnig prótínefnaskipti líkamans með því að stuðla að flutningi amínósýra inn í frumur og örva þannig prótínmyndun. Þá er það einnig nauðsynlegt fyrir eðlilegan vöxt líkamans. Glúkagón hefur andstæða verkun við insúlín og stuðlar að því að auka sykurmagn í blóði. Ef röskun verður á framleiðslu og styrk þessara hormóna í blóði skapast misvægi sem tíðum getur orðið alvarlegt.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Bris“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/bris/ [Skoðað:22. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: