Þetta var í pápískri tíð fyrsti fimmtudagurinn á eftir þrenningarhátíð. Hann var fyrst tekinn upp í Róm á 13. öld til að minna á þá umdeildu kenningu katósku kirkjunnar, að Jesús Kristur væri persónulega viðstaddur, þegar menn neyttu hins heilaga sakramentis, líkama hans og blóðs. Því heitir hann líka Krislíkamahátíð. Hann var lögleiddur á Íslandi árið 1326 og var auðvitað ólítill helgidagur, meðan pápíska ríkti. Lúterska kirkjan afneitaði hinsvegar þessum skilningi.

Birt:
17. maí 2013
Höfundur:
Árni Björnsson
Tilvitnun:
Árni Björnsson „Dýridagur“, Náttúran.is: 17. maí 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/11/dridagur/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2007
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: