Sumarblómamyndir - sumarföndur
Næst þegar þú sérð fallegt blómaengi, af hverju ekki að tína nokkur falleg blóm til að gera fallegar sumarblómamyndir. Lítil flöt blóm virka best fyrir svona myndir. Einnig er hægt að nota laufblöð.
Þú þarft; straujárn, blóm og/eða laufblöð og vaxpappír.
Leggðu blómin á vaxpappírinn og leggðu svo annað blað af vax pappírnum ofan á og straujaðu varlega með köldu straujárni. Vaxið í pappírnum límir hann saman og festir blómin inni í pappírnum. Dragðu svo línu í kringum blómin og klipptu út.
Myndirnar er svo hægt að nota í allt mögulegt, líma framan á kort eða festa á veggi eða í glugga.
Birt:
1. júlí 2007
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Sumarblómamyndir - sumarföndur“, Náttúran.is: 1. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/23/sumarblmamyndir-sumarfndur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. maí 2007
breytt: 26. janúar 2008