Algengt er að börn fái vörtur á hendur. Þá er mikilvægt að láta barnið þvo þær oft. Til þess að eyða vörtum má reyna að bera vaselín á húðina umhverfis vörtuna og nudda síðan ferskum hófsóleyjarblómum á vörtuna sjálfa. Gott er að setja síðan plástur yfir svo að blómasafinn haldist lengur á vörtunni. Endurtakið tvisvar til þrisvar á dag uns vartan hverfur. Fíflamjólk er talin gera sama gagn, svo og ferskur safi úr sóldögg.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Vörtur“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/vrtur1/ [Skoðað:25. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. ágúst 2011

Skilaboð: