Umhverfisstofnun hélt námskeið þann 24. október 2008 um innivist með áherslu á sveppa- og mygluskemmdir í húsnæði. Námskeiðið var einkum ætlað heilbrigðisfulltrúum en var að hluta til opið almenningi.

Fyrirlesari var Kjell Andersson yfirlæknir á umhverfis-og atvinnusjúkdómadeild Háskólasjúkrahússins í Örebro. Hann hefur mikla reynslu og gert margar rannsóknir á sviði innivistar, jafnframt hefur hann skrifað fjölda greina um efnið. Kjell Andersson er vel þekktur og vinsæll fyrirlesari á sínu sviði.

24. nóv. s. l. hélt Umhverfisstofnun námskeið um innivist með áherslu á sveppa- og mygluskemmdir í húsnæði. Námskeiðið var einkum ætlað heilbrigðisfulltrúum en var að hluta til opið almenningi. Fyrirlesari var Kjell Andersson yfirlæknir á umhverfis-og atvinnusjúkdómadeild Háskólasjúkrahússins í Örebro. Hann hefur mikla reynslu og gert margar rannsóknir á sviði innivistar, jafnframt hefur hann skrifað fjölda greina um efnið. Kjell Andersson er vel þekktur og vinsæll fyrirlesari á sínu sviði. Sjá www.orebroll.se

Í fyrirlestrinum kom fram að þegar um sveppa- og mygluvandamál er að ræða í húsnæði, sem stafa af miklum raka og eða leka, þá sé mikilvægast að byrja á að finna orsakir rakans og lagfæra skemmdirnar og þrífa burt myglu og sveppi. Kjell telur að yfirleitt sé óþarfi að leggja í kostnað vegna sýnatöku einkum þegar þekkingu skortir til að meta niðurstöðurnar. Peningunum sé betur varið í að koma í veg fyrir leka og raka og í viðgerðir á skemmdu húsnæði.

Margar rannsóknir benda til að samband sé milli þess að búa/dvelja í rakaskemmdu húsnæði og vanheilsu. Það hafa einnig verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á rekjanleg tengsl milli dvalar í rakaskemmdu húsnæði og óþæginda í augum og öndunarvegi. En reynslan sýnir að yfirleitt dregur verulega úr einkennum/óþægindum hjá íbúum eftir að gert hefur verið við húsnæðið og það þrifið.

Margar tilgátur hafa verið settar fram um hvað það sé í rakaskemmdu húsnæði sem valdi vanlíðan og óþægindum t. d. efnaútgufun úr röku byggingarefni, niðurbrotsefni úr lími eða efni af örverufræðilegum uppruna. Í dag er ekki vitað hvaða einstök efni hafa mest áhrif. En fáar ef nokkrar vísbendingar eru um hvaða þættir í húsnæði hafi áhrif á ónæmiskerfið nema rykmaurar og pelsdýr.

Samkvæmt sænskum og finnskum rannsóknum virðist mygla vera veikir ofnæmisvakar (allergen) og aðeins um 2 % íbúa þessara landa hafa myndað mótefni gegn algengum og útbreiddum myglutegundum en til samanburðar hafa rúmlega 30% ofnæmi gegn pelsdýrum, rykmaur eða frjókornum. Þeir sem hafa ofnæmi gegn myglu hafa flestir einnig ofnæmi fyrir sterkari ofnæmisvökum svo sem köttum og grasi. Hér er að finna nokkrar erlendar greinar um innivist eftir Kjell Andersson og fleiri.

Í greininni á vef Umhverfisstofnunar má finna nokkrar greinar um innivist eftir Kjell Andersson og fleiri.

Mynd af carnicom.com

Birt:
4. nóvember 2008
Höfundur:
Umhverfisstofnun
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Sveppa og mygluskemmdir í húsnæði“, Náttúran.is: 4. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/05/sveppa-og-myngluskemmdir-i-husnaeoi/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. nóvember 2008

Skilaboð: