Dagna 24. til 27. maí er haldin fjölskyldu- og menningarhátíð í Flóahreppi sem ber nafnið Fjör í Flóanum 2007.

Dagskrá hátíðarinnar:

Fimmtudagur 24.maí:

12:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu býður fallega gjafa- og nytjavöru fyrir heimilii og sumarbústað. 10% afsláttur af öllum vörum þessa einu helgi. "Sumardrykkur" að hætti hússins. Minnsta búð landsins með stærsta hjartað :-)

13:00 - 18:00 Ullarvinnslan Þingborg: Sýning á færeyskum ullarvörum sem Þingborgarkonur keyptu í ferð kirkjukórs Hraungerðis. Gestum er boðið að spreyta sig í árlegri langþráðarkeppni sem stendur alla dagana og snýst um að spinna sem lengstan þráð úr 2 gr af ull og bæta núverandi met sem er 41,66 metrar.

Þennan dag er árlegur ókeypis skiptimarkaður á vorplöntum - hægt er að koma með yfirfljótanlegar sáðplöntur, stiklinga eða blómkekki og fá eitthvað annað í staðinn. Kynningarpakkar á lífrænu grænmeti frá Akri til sölu, áskriftarþjónusta þeirra kynnt.

Föstudagur 25.maí:

10:00 - 19:00 Þingborg: Sýning og kynning á handverki og listmunum úti og inni, Íslandsteppið, vörukynning frá Ísplöntum í Ölvisholti. Í dagsins önn, heimildarmyndir um forn vinnubrögð á breiðtjaldi kl. 15:00. Ungar skríða úr eggjum, kettlingar og kaffisala, heitu pottarnir opnir. Gott hjólastólaaðgengi. Lykill að ratleik um Flóahrepp afhentur í Þingborg.

11:00 - 12:00 Þjórsárver: Allir nemendur Tónlistarskóla Árnesinga í Flóaskóla koma fram á tónleikum við skólaslit tónlistarnámsins. Að auki mun kór skólans syngja og nemendur úr 7. bekk lesa ljóð. Allir velkomnir.

12:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu býður fallega gjafa- og nytjavöru fyrir heimili og sumarbústaði. 10% afsláttur af öllum vörum þessa eina helgi. "Sumardrykkur" að hætti hússins. Minnsta búð landsins með stærsta hjartað :-)

12:00 - 16:00 Leikskólinn Krakkaborg, Þingborg: Opið hús, andlitsmálun, varðeldur, glóðarsteikt snogbrød að dönskum sið með íslensku smjeri. Kórinn syngur nokkur vel valin lög.

13:00 - 16:00: Skrifstofa Flóahrepps, Þingborg: Opið hús, kynning á starfsemi Flóahrepps, tillögur að nýju byggðamerki hreppsins til sýnis, kaffi á könnunni. Hörpukórinn syngur fyrir gesti ásamt leikskólabörnum kl. 13:30. Verðlaun verða afhent fyrr nýtt byggðamerki Flóahrepps.

13:00 - 18:00: Ullarvinnslan Þingborg: Verslun með ullarvörur og margs konar annað vandað handverk. Fræðsla um þjóðlegt handverk og allt sem viðkemur íslenskri ull. Sýning á færeyskum ullarvörum, langþráðarkepnnin heldur áfram.

16:00 - 18:00: Ullarvinnslan Þingborg: Umræðuhópur í áframhaldi sögunnar af Skotmannshól í fyrra, reifað hvernig þau Hildur og Örn í Vælugerði hafi verið klædd. Jörmundur Reykjavíkurgoði og áhugafólk um klæðnað á víkingatímanum mæta. Komið og fylgist með umræðunum.

17:00 - 03:00: Sveitakráin Krían er ekta íslensk sveitakrá með íslenskan mat og drykk.

19:30 Timburhólar: Heitt í kolunum í skógræktarreit Umf. Samhygðar, takið með ykkur eitthvað gott á grillið. Leikhópur ungmennafélaganna í Flóahreppi sýnir á sér óvæntar hliðar.

21:00 - Félagslundur: Fjölskylduskemmtun undir stjórn skemmtinefndar Umf. Samhygðar. Léttir leikir, skemmtiatriði og diskótek fyrir yngri kynslóðina.

 

Laugardagur 25.maí:

10:00 - 15:00 ParaLamp, Gegnishólapartí: Opið hús: Framleiðslufyrirtækið ParaLamp ehf. sérhæfir sig í ýmis konar framleiðslu úr ryðfru stáli, aðallega fyrir matvælaiðnaðinn. Einnig eru smíðaðar innréttingar í hesthús og annað sem til fellur. Sveitungar geta komið, séð hvað upp á er boðið og skoðað vélakostinn á verkstæðinu. Heitt á könnunni.

10:00 - 17:00 Þingborg: Sýning og kynning á handverki og listmunum úti og inni, Íslandsteppið, vörukynning frá Ísplöntum í Ölvisholti. Í dagsins önn, heimildamyndir um forn vinnubrögð á breiðtjaldi kl. 15:00. Fyrir unga fólkið: Stór hoppukastali, útileikir, ungar skríða úr eggjum, kettlingar og fleira. Kaffisala, heitu pottarnir opnir. Gott hjólastólaaðgengi. Lykill að ratleik um Flóahrepp afhentur.

11:00 Miklholtshellir: Hellaskoðun. Manngerður hellir, talinn frá dögum Papa. Gunnhildur Gísladóttir blæs í klarínett og athugar hljómburðinn. Kaffi á könnunni.

12:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu býður fallega gjafa- og nytjavöru fyrir heimili og sumarbústaði. 10% afsláttur af öllum vörum þessa eina helgi. "Sumardrykkur" að hætti hússins. Minnsta búð landsins með stærsta hjartað :-)

12:00 - 14:00 Þingborg: Kvenfélagskonur með ýmislegt á prjónunum og leiðbeina um prjónaskap. Þær verða líka með snældustokk og halasnældu og hvetja karla og konur til að koma og grípa í halasnælduna.

12:00 - 03:00: Sveitakráin Krían er ekta íslensk sveitakrá með íslenskan mat og drykk.

13:00 - 16:00: Urriðafoss: Kvenfélag Villingaholtshrepps með kaffisölu við Urriðafoss. Gómsætar samlokur og rjúkandi kakó. Tvær flugur í einu höggi, náttúrufegurðin við Urriðafoss og gott í svanginn í leiðinni. Tilvalinn áningarstaður fyrir alla fjölskylduna.

13:00 - 17:00: Ullarvinnslan Þingborg: Verslun með ullarvörur og margs konar annað vandað handverk. Fræðsla um þjóðlegt handverk og allt sem viðkemur íslenskri ull. Sýning á færeyskum ullarvörum, langþráðarkepnnin heldur áfram.

13:00 - 19:00 Tré og list, Forsæti III: Opið hús. Framkvæmdir standa nú yfir í Tré og list. Ætlunin er að opna í ágúst næstkomandi. Gestum er velkomið að líta á framkvæmdir.

14:00 - 15:00 Göngutúr við Urriðafoss: Lagt verður af stað frá malargryfjunni neðan við Urriðafoss og gengið upp með ánni. Göngustjóri Einar Helgi Haraldsson bóndi að Urriðafossi. Einstakt tækifæri á að skoða fossinn og ána frá öðru sjónarhorni og fræðast m.a. um hugsanlegar virkjunarframkvæmdir. Að göngu lokinni er upplagt að koma við í kaffisölunni.

20:00 Þingborg: Tónar og tíska: Glæsilegt kvöld með mat frá Rauða húsinu, söngur og hljóðfæraleikur, m.a. Johanna Wiklund úr X-Factor, magadans, tískusýning frá herrafataverslunni BLAZE á Selfossi. Gústi Lill leikur og syngur. Skemmtun fyrir alla, konur og karla, víni og vinkonur. Verð aðeins 4.800, borðpantanir í s. 691 7082 (Inga) og 865 3432 (Jónína) fyrir 24. maí.

Sunnudagur 27. maí:

12:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu býður fallega gjafa- og nytjavöru fyrir heimili og sumarbústaði. 10% afsláttur af öllum vörum þessa eina helgi. "Sumardrykkur" að hætti hússins. Minnsta búð landsins með stærsta hjartað :-)

12:00 - 24:00: Sveitakráin Krían er ekta íslensk sveitakrá með íslenskan mat og drykk.

13:00 - 17:00 Þingborg: Sýning og kynning á handverki og listmunum úti og inni, Íslandsteppið, vörukynning frá Ísplöntum í Ölvisholti. Í dagsins önn, heimildamyndir um forn vinnubrögð á breiðtjaldi kl. 15:00. Fyrir unga fólkið: Stór hoppukastali, útileikir, ungar skríða úr eggjum, kettlingar og fleira. Kaffisala, heitu pottarnir opnir. Gott hjólastólaaðgengi. Lykill að ratleik um Flóahrepp afhentur.

13:00 - 17:00: Ullarvinnslan Þingborg: Verslun með ullarvörur og margs konar annað vandað handverk. Fræðsla um þjóðlegt handverk og allt sem viðkemur íslenskri ull. Sýning á færeyskum ullarvörum, langþráðarkepnnin heldur áfram.

13:00 - 19:00 Tré og list, Forsæti III: Opið hús. Framkvæmdir standa nú yfir í Tré og list. Ætlunin er að opna í ágúst næstkomandi. Gestum er velkomið að líta á framkvæmdir.

16:00 - Þingborg: Sameinast í bíla og lagt upp í gönguferð á Hvítárbökku, úr Merkurhrauni að flóðgáttinni, inntaksmannvirki Flóaáveitunnar. Margt er að sjá á leiðinni. U.þ.b. 6 km, auðceld ganga. Göngustjóri Bolli Gunnarsson.

Nánari upplýsingar á www.floahreppur.is

Myndin er af smiðjunni í Austur-Meðalholtum í Flóanum. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
23. maí 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Fjör í Flóanum 2007“, Náttúran.is: 23. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/23/fjr-flanum-2007/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. maí 2007

Skilaboð: