Ég sagði, virðulegur forseti, að það væri mikilvægt að taka í taumanna og ég tel að til þess að við getum náð utan um þetta og tekið raunverulega í taumanna þurfi að fresta þeim stóriðjuframkvæmdum sem fyrirhugaðar á eru næstu árum og þar vísa ég auðvitað til áformana um stækkun álversins i Straumsvík og álver í Helguvík.

Þessi orð formanns Samfylkingarinnar, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem féllu á Alþingi fyrir rúmu ári, hafa reynst innantóm. Hætt er við að orð umhverfisráðherra, Þórunnar Sveinbjarnardóttur, um breytingar á stjórnarskrá og lögum til að styrkja náttúruvernd í landinu reynist einnig innistæðulaus því að í Helguvíkurmálinu hefur hún ekki notið stuðnings samráðherra sinna í Samfylkingunni og enn síður frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.

Eftir stendur að trúverðugleiki Samfylkingarinnar í umhverfismálum hefur beðið verulega hnekki.
Birt:
4. apríl 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Innantóm orð“, Náttúran.is: 4. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/04/innantom-oro/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: