Slæm veðurspá
í tilkynningu fá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra segir:
Vakin er athygli á viðvörun frá Veðurstofunni vegna slæmrar veðurspár þar sem varað er við norðan og norðvestan 20-25 m/s á Vestfjörðum síðdegis, suðvestanlands undir kvöld og norðanlands á morgun. Íbúar á þessum svæðum eru hvattir til að huga að lausum munum sem geta fokið. Einnig er rétt að vara við því að færð getur spillst með skömmum fyrirvara og þeir sem eru á ferðinni ættu að fylgjast vel með upplýsingum um færð á vegum.
Birt:
23. október 2008
Tilvitnun:
NA „Slæm veðurspá“, Náttúran.is: 23. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/23/slaem-veourspa/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.