Varúð! - Pelar og barnadrykkjarmál
Orð dagsins 14. október.
Ný bandarísk rannsókn bendir til að efnið bisphenol-A, sem m.a. er blandað í hart og glært pólþkarbónatplast, sem m.a. er notað í pela og drykkjarmál fyrir börn, sé hættulegra en hingað til hefur verið talið. Í þessu sambandi beinast sjónir manna einkum að hugsanlegum skaðlegum áhrif efnisins á heila og blöðruhálskirtil ófæddra og ný fæddra barna. Niðurstöður rannsóknarinnar eru umdeildar, bæði austan hafs og vestan, en danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu (IMS) hefur ráðlagt foreldrum að hafa vaðið fyrir neðan sig og velja pela úr gleri eða öðru plasti en pólýkarbónati. Pólýkarbónat er auðkennt með tölunni 7 innan í plastýríhyrningi (sjá mynd).
Lesið frétt á heimasíðu IMS í gær
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Varúð! - Pelar og barnadrykkjarmál“, Náttúran.is: 14. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/15/varuo-pelar-og-barnadrykkjarmal/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. október 2008
breytt: 5. júlí 2010