Þurrkun jurta og blóma - haustföndur
Ef þú hefur tínt einhverjar jurtir eða blóm síðast þegar þú varst úti í náttúrunni getur verið skemmtilegt föndur að þurrka þær/þau og nota sem t.d skraut. Blómin geturðu t.d. pressað og sett í myndaalbúm eða bók þar sem þú getur skrifað nafn blómsins og hvar og hvenær það var tínt. Sama geturðu gert með jurtirnar eða notað þær í matargerð. Fallegt getur verið að nota blómin og jurtirnar til að skreyta kort eða pakka en einnig er hægt að setja þær/þau í myndaramma og hengja uppá vegg.
Birt:
26. september 2008
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Þurrkun jurta og blóma - haustföndur“, Náttúran.is: 26. september 2008 URL: http://nature.is/d/2007/05/23/urrkun-jurta-og-blma-haustfndur/ [Skoðað:7. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. maí 2007
breytt: 7. október 2011