Leigubílastöðin 5678910 tók nú í sumar í notkun leigubifreiðar sem eru knúnar metani. Leigubílastöðin 5678910 samanstendur af Aðalbílum í Reykjanesbæ, BSH í Hafnarfirði og NL í Reykjavík.

Mörg íslensk stórfyrirtæki höfðu lýst yfir miklum áhuga á að hafa möguleika á vistvænum leigubílum og því hafi þeir hjá Leigubílastöðinni verið að svara aukinni eftirspurn segir Björn Þorvarðarson, framkvæmdastjóra hjá Leigubílastöðinni 5678910. Fjöldi erlendra stórborga hefur þegar sett staðla þar sem ákveðið hlutfall leigubíla verður vistvænn á næstu árum og því ekki ósennilegt að Reykjavíkurborg muni setja sér álíka markmið. Þeir sem kjósa að nýta sér þessa nýjung, þá eru þessir vistvænu leigubílar í boði á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi.
Birt:
17. september 2007
Uppruni:
Metan hf
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vistvænir leigubílar á Íslandi - 5678910“, Náttúran.is: 17. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/17/vistvnir-leigublar-slandi-5678910/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: