Landsvirkjun hefur veitt kvikmyndaverkefni Ómars Ragnarssonar, Örkinni fjögurra milljón króna styrk. Verkefnið snýst um það að gera heimildarmynd um fyllingu Hálslóns en Landsvirkjun hefur nú þegar látið gera heimildarmynd um mannvirkjagerð Kárahnjúkavirkjunar en það verkefni kostaði Landsvirkjun um 60 milljónir króna. Kostnaðráætlun Ómars fyrir verkefnið Örkina hljóðar upp á 20 milljónir og sótt hafði verið um 12 milljónir til Landsvirkunar fyrir verkefnið. En eins og Ómar og aðrir frumkvöðlar sem fara sínar eigin leiðir á Íslandi vita, er ómæld vinna og þolinmæði fólgin í því að sækja um fjármagn til verkefna. Hvert skref er því stórsigur í sjálfu sér. Greinarhöfundur óskar Ómari til hamingju með styrkinn. Til að skoða eldri fréttir sem varða Ómar Ragnarsson, Landsvirkjun, Kárahnjúkavirkjun eða annað sem lesendum þykir áhugavert, þá sláið inn leitarorð hér á leitarvél Náttúrunnar.
Sjá vef Ómars Hugmyndaflug.is

Birt:
Nov. 24, 2006
Uppruni:
Landsvirkjun
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Landsvirkjun styrkir Örkina hans Ómars“, Náttúran.is: Nov. 24, 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/ork_hans_omars/ [Skoðað:Feb. 13, 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 16, 2007
breytt: April 30, 2007

Messages: