Tjöruáburður
Tjöruáburð má gera úr ýmsum jurtum og er hann mjög kraftmikill. Sá tjöruáburður sem besta raun hefur gefið er rauðsmáraaburður sem er notaður gegn ýmiss konar húðkrabbameini.
Rauðsmáraáburður við húðkrabbameini
Setjið 200 g af þurrkuðum rauðsmárablómum í hægsuðupott ásamt 2 lítrum af vatni. Látið krauma við vægan hita í tvo sólarhringa. Pressið allan vökva úr hratinu og setjið vökvann aftur í pottinn við háan hita. Látið sjóða uns einungis svört tjara er eftir á botninum. Það getur tekið allt að hálfum örðum sólarhring.
Tjaran er síðan borin á eftir þörfum.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Tjöruáburður“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/tjruburur/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007