Aukin samvinna hönnuða og fyrirtækjarekenda
Leiða þarf hönnuði og fyrirtæki mismunandi landsvæða saman og efla samstarf þeirra við atvinnuþróunarfélög, nýsköpunarsjóði og fjárfesta. Aukið samstarf og samræða stuðlar að gagnkvæmum skilningi, markvissum lausnum á vandamálum og skýrleika í gerð framtíðaráforma. Kynna þarf betur hlutverk og mikilvægi hönnunar í nýsköpun. Hönnun er ekki einungis útlitshönnun er kemur síðar til leiks heldur getur hún virkað sem nauðsynlegur hvati í vöru og þjónustuþróun. Hún er skapandi þáttur í gerð viðskiptahugmynda er getur haft marföldunaráhrif. Því er brýnt að hugvit, þekking og kunnátta hönnuða séu virkjuð í upphafi rannsókna og vinnsluferla þegar grundvallarákvarðanir eru teknar varðandi hvert verkefni og mögulega framtíð þess. Þekkt ensk rannsókn (The Impact of Industrial Design Effectiveness on Corporate Financial Performance) á vægi hönnunar í atvinnurekstri hefur sýnt að þau fyrirtæki sem nota hönnun markvisst frá frumstigum hafa skilað betri afkomu og hagnaði. Auk þess eru hönnuðir mikilvægir tengiliðir er snerta marga fleti svo sem þróunar-, framleiðslu-, markaðs- og söluþætti. Mikilvægt er að vita hvernig landið liggur og greina vel hvar greiðfærar leiðir liggja áður en lagt er á stað.

Efling framleiðslumenningar
Skapa þarf öflug tengsl erlendis á sviði fræðiþekkingar ekki síður en á sviðum framleiðslu- og verkþekkingar og stuðla að samstarfi við hönnunarfyrirtæki sem búa að langri reynslu og sérþekkingu. Framleiðslumenning hér á landi er enn smá í sniðum og þarfnast uppbyggingar.

Greina þarf mismunandi þarfir vöruhönnunar af þekkingu, t.d. þarfnast ullarframleiðandi ólíkrar nálgunar en hugbúnaðar- og tækjaframleiðandi. Leiðin er löng frá hugmynd til framkvæmdar og skortur er á haldgóðri þekkingu einstakra þátta ferlisins hér á landi.

Þar sem fjölbreytileikinn innan hönnunarferla er mikill þarf að hlúa að öflugu tengslaneti við erlenda aðila til þess að mögulegt sé að fullvinna ýmsar iðnaðarvörur hér á landi með góðum árangri.

Stuðla ætti að stofnun verkfræðiskrifstofa er leysa flókin hönnunarvandamál og endurhugsa aðkomu fjárstuðnings að sprotafyrirtækjum hönnuða til að greiða fyrir og efla vöxt þeirra. Með auknum stuðningi og skilningi verður með tímanum hægt að fullvinna iðnaðarvörur hér á landi og greiða farvegi fyrir fjölbreytt hönnunarfyrirtæki.

Markviss markaðssetning
Skilgreina þarf séreinkenni íslenskrar hönnunar sem eru sprottin út frá menningu okkar og landsháttum þ.e. að finna íslenska hljóminn. Enn er lítið til af sértækri íslenskri hönnun en möguleikarnir eru margir og áhugi heimsbyggðarinnar mikill.

Fanga þarf athygli erlendis út frá sérstöðu okkar og fylgja markvisst eftir heildrænni markaðsetningu íslenskrar hönnunar. Jafnframt þarf hugsa vel um tengslin á milli framsækinnar hönnunar og markaða innanlands sem og erlendis.

Styrkja þarf markaðsetningu á íslenskri hönnun erlendis með stofnun umboðsfyrirtækja sem sinna fjölbreyttum verkefnum. Hönnunarmiðstöð og Útflutningsráð eru þegar að taka fyrstu skrefin í þá átt en betur má ef duga skal.

Íslensk hönnun framtíðarinnar
Stofna þarf vinnuhóp sem setur fram á greinargóðan hátt veikleika jafnt sem styrkleika innan hönnunar á Íslandi. Verkefni hans væru m.a. að greina sérstöðu einstakra landsvæða og Íslands sem heildar, stuðla að öflugum tengslum innanlands jafnt sem alþjóðatengslum, efla samvinnu hönnuða og fyrirtækja, skapa framtíðarsýn íslenskrar hönnunar og staðsetja hana innan markaða erlendis. Markmið vinnuhópsins verður að koma því einstaka sem Ísland býr yfir inn á alheimskortið.

Aukin samvinna hönnuða og fyrirtækjarekenda
Leiða þarf hönnuði og fyrirtæki mismunandi landsvæða saman og efla samstarf þeirra við atvinnuþróunarfélög, nýsköpunarsjóði og fjárfesta. Aukið samstarf og samræða stuðlar að gagnkvæmum skilningi, markvissum lausnum á vandamálum og skýrleika í gerð framtíðaráforma. Kynna þarf betur hlutverk og mikilvægi hönnunar í nýsköpun. Hönnun er ekki einungis útlitshönnun er kemur síðar til leiks heldur getur hún virkað sem nauðsynlegur hvati í vöru og þjónustuþróun. Hún er skapandi þáttur í gerð viðskiptahugmynda er getur haft marföldunaráhrif. Því er brýnt að hugvit, þekking og kunnátta hönnuða séu virkjuð í upphafi rannsókna og vinnsluferla þegar grundvallarákvarðanir eru teknar varðandi hvert verkefni og mögulega framtíð þess. Þekkt ensk rannsókn (The Impact of Industrial Design Effectiveness on Corporate Financial Performance) á vægi hönnunar í atvinnurekstri hefur sýnt að þau fyrirtæki sem nota hönnun markvisst frá frumstigum hafa skilað betri afkomu og hagnaði. Auk þess eru hönnuðir mikilvægir tengiliðir er snerta marga fleti svo sem þróunar-, framleiðslu-, markaðs- og söluþætti. Mikilvægt er að vita hvernig landið liggur og greina vel hvar greiðfærar leiðir liggja áður en lagt er á stað.

Efling framleiðslumenningar
Skapa þarf öflug tengsl erlendis á sviði fræðiþekkingar ekki síður en á sviðum framleiðslu- og verkþekkingar og stuðla að samstarfi við hönnunarfyrirtæki sem búa að langri reynslu og sérþekkingu. Framleiðslumenning hér á landi er enn smá í sniðum og þarfnast uppbyggingar.

Greina þarf mismunandi þarfir vöruhönnunar af þekkingu, t.d. þarfnast ullarframleiðandi ólíkrar nálgunar en hugbúnaðar- og tækjaframleiðandi. Leiðin er löng frá hugmynd til framkvæmdar og skortur er á haldgóðri þekkingu einstakra þátta ferlisins hér á landi.

Þar sem fjölbreytileikinn innan hönnunarferla er mikill þarf að hlúa að öflugu tengslaneti við erlenda aðila til þess að mögulegt sé að fullvinna ýmsar iðnaðarvörur hér á landi með góðum árangri.

Stuðla ætti að stofnun verkfræðiskrifstofa er leysa flókin hönnunarvandamál og endurhugsa aðkomu fjárstuðnings að sprotafyrirtækjum hönnuða til að greiða fyrir og efla vöxt þeirra. Með auknum stuðningi og skilningi verður með tímanum hægt að fullvinna iðnaðarvörur hér á landi og greiða farvegi fyrir fjölbreytt hönnunarfyrirtæki.

Markviss markaðssetning
Skilgreina þarf séreinkenni íslenskrar hönnunar sem eru sprottin út frá menningu okkar og landsháttum þ.e. að finna íslenska hljóminn. Enn er lítið til af sértækri íslenskri hönnun en möguleikarnir eru margir og áhugi heimsbyggðarinnar mikill.

Fanga þarf athygli erlendis út frá sérstöðu okkar og fylgja markvisst eftir heildrænni markaðsetningu íslenskrar hönnunar. Jafnframt þarf hugsa vel um tengslin á milli framsækinnar hönnunar og markaða innanlands sem og erlendis.

Styrkja þarf markaðsetningu á íslenskri hönnun erlendis með stofnun umboðsfyrirtækja sem sinna fjölbreyttum verkefnum. Hönnunarmiðstöð og Útflutningsráð eru þegar að taka fyrstu skrefin í þá átt en betur má ef duga skal.

Íslensk hönnun framtíðarinnar
Stofna þarf vinnuhóp sem setur fram á greinargóðan hátt veikleika jafnt sem styrkleika innan hönnunar á Íslandi. Verkefni hans væru m.a. að greina sérstöðu einstakra landsvæða og Íslands sem heildar, stuðla að öflugum tengslum innanlands jafnt sem alþjóðatengslum, efla samvinnu hönnuða og fyrirtækja, skapa framtíðarsýn íslenskrar hönnunar og staðsetja hana innan markaða erlendis. Markmið vinnuhópsins verður að koma því einstaka sem Ísland býr yfir inn á alheimskortið.

Í hnotskurn
Íslensk hönnun býr yfir skapandi afli sem getur styrkt íslenskt samfélag og stuðlað að fjölbreyttu atvinnulífi. Öll nýsköpunarverkefni þarfnast hugvits og þekkingar hönnuða. Mikilvægt er að hönnuðir komi fljótt að verkefnum hvort sem það er hjá fyrirtækjum, hinu opinbera eða á öðrum vettvangi. Ríkjandi tilhneiging hefur verið að fá hönnuði of seint inn í ferli í stað þess að virkja reynslu þeirra á frumstigum þróunar vöru og verkefna. Þegar eru í gangi mörg áhugaverð verkefni þar sem hönnuðir vinna að verkefnum sem tengjast íslenskri arfleið eins og söfnum, landbúnaðar- og matarmenningu, ferðaþjónustu og iðnframleiðslu. Mikilvægt er að styðja vel við þessi verkefni og leiða saman hönnuði, fjárfesta, viðskipta- og markaðsaðila til þess að skapa ný og margbreytileg tækifæri á Íslandi.

Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, og Sigurður Þorsteinsson iðnhönnuður höfðu umsjón með samræðu og vinnslu útgangspunkta á vinnuborði um hönnun.

Björk Guðmundsdóttir boðaði til vinnufunda 12. og 19. október sl. í samvinnu við HR, Klak og nattura.info. Um hundrað sérfræðingar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar réðu ráðum sínum og gerðu drög að átta tillögum um úrbætur í jafnmörgum málaflokkum.

Myndin er af súkkulaðifjöllum Brynhildar Pálsdóttur. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
18. nóvember 2008
Höfundur:
Neisti
Uppruni:
Fréttablaðið
Tilvitnun:
Neisti „5. Neisti - Að finna hljóminn í íslenskri hönnun“, Náttúran.is: 18. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/23/5-neisti-ao-finna-hljominn-i-islenskri-honnun/ [Skoðað:4. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 23. nóvember 2008

Skilaboð: