Um sjö ára tímabilin í ævi mannsins - Inngangur
Við ætlum í þeim tólf athugunum sem hér fara á eftir að líta á þroska mannsins á lífsbrautinni. Mismunandi stigum er lýst, í sjö ára tímabilum og mikilvægar hliðar á þroska mannsins dregnar fram. Áhugi sífellt fleiri hefur vaknað á eigin ævisögu og æ fleiri upplifa þörf fyrir aukna sjálfsþekkingu og sjálfsinnsæi. Hver er ég? Hvernig virka ég eiginlega? Hvað er ég að fást við og er það sem ég geri það sem ég vil í raun og veru? Hvað merkir það að vera manneskja?
Síðastliðin 100 ár höfum við lifað á nýju, björtu tímabili. Björtu, vegna þess að frá árinu 1899 hafa hverjum manni boðist alveg ný tækifæri til sálræns og andlegs þroska.
Fyrir rúmum 5000 árum síðan, í upphafi Kali Yuga, hins myrka skeiðs, var hliðunum milli hins andlega og efnislega heims lokað með þeim afleiðingum að mennirnir urðu æ fastara bundnir hinu ytra, skynjanlega. Dauðinn varð endalok tilverunnar og meir og meir óttablandin ráðgáta. Og þróunin inn í efnishyggjuna náði hámarki sínu við lok 19. aldarinnar. Tæknin þróaðist sífellt meir, maðurinn varð að lokum að efnislegum líkama, einskonar vél. Enný á, meir en 100 árum síðar, lifir enn afar sterk efnishyggja, mest í náttúruvísindum læknisfræðinnar, með örlagaríkri einhæfni í sýninni á manninn og skilningi á sjúkdómum.
En nýja ljósið sést einnig. Ég ætla að taka fram tvö sjónarmið. Með brautryðjandastarfi rannsókna sálfræðinga eins og Freud og Jung, og einnig á síðari árum t.d. Rogers og Maslow, verður til alveg ný þekking á hinu innra í manninum. Mismunandi form sálarfræði, sálvísinda verða til og þarmeð vitneskja um hvað gerist inni í manninum, hvatir hans og þrár, ótti og langanir, allar hinar mismunandi tilfinningar og innri mótív.
Gegnum brautryðjandi rannsóknir Rudolfs Steiner og fleiri þróast viskan um manninn (mannspekin), með hagný tri sálarþekkingu, sem gerir raunveruleg tengsl við nýjan andlegan veruleika möguleg. Hliðin að slíkri þróun er að finna í égi mannsins: þegar ég læri að athuga og þroska áfram hvernig ég sjálfur hugsa og framkvæmi.
Að hugsa er andleg virkni. Með hjálp hugsunar minnar get ég skilið heiminn kringum mig og einnig rannsakað lögmál efnsheimsins. Úr hugsunum Guðs var heimur þessi eitt sinn skapaður og einnig maðurinn sjálfur, sem kóróna sköpunarinnar. Maðurinn finnur nú aftur þennan heimssköpunarkraft í sinni eigin hugsun, þegar hann lærir að nota og þroska kraft hugsunarinnar. Það gefur öryggi og traust þegar maður veitir athygli hvernig maður getur aðlagað sig ytri heiminum með hjálp hugsunarinnar. Það gefur enn meira traust og öryggi þegar ég læri að vinna þannig með hugsanahæfileika minn, að sífellt meiri sjálfsþekking fer að vaxa fram.
Fái mannspekin að lifa í og milli manna, þá verður til möguleikinn á sálarþróun í takt við tímann. Að læra að hugsa, finna til og vilja þannig að ég geti uppgötvað viðleitni meðbræðra minna að stefna fram á við, þannig að ósvikin, samtengjandi mannkynshugsjón lýsi fram til betri framtíðar. Lífsafstaða sem ber í sér meðferðargildi og tekur tillit til einstaklingsbundinna þarfa og þroskamöguleika, einnig gagnvart náttúrunni umhverfis okkur getur vaxið fram.
Það er áhugavert að sjá í byrjun fyrri aldar hvernig tvær hreyfingar birtast, sem varpa alveg nýju ljósi á hið innra í manninum. Annarsvegar meira vandamála og árekstrarhlið, þar sem hyldýpi frumstæðra langana, öfundsýki, ótta og vonbrigða opnast og hvernig þau hafa áhrif á hið einstaklingsbundna ég mannsins. Hinsvegar meira ,,guðdómleg“ eða yfirpersónuleg hreyfing, þar sem æðri raunveruleiki byrjar að geisla inn í hversdagstilfinningar og sálarhræringar mannsins.
Sálgreining, psykosyntes (sálarsamruni?), hugræn atferlismeðferð (kognitiv beteendeterapi) hafa öðlast meira gildi fyrir æ fleiri, áreiðanlega einnig sem andsvar við sífellt grófari ytri efnishyggju. Auðæfi þau sem mannspekin getur gefið verður erfiðara að nálgast. Öflugra eigið frumkvæði þarf til, leitandi eftir sjálfstæði og ábyrgðartilfinningu einstaklingsins. Og maður þarf að læra að hugsa betur. Þá sekkur maður ef til vill ekki fyrst og fremst niður í eigið ,,ómeðvitaða“ og liðna, heldur leitar meira fram á við og upp á við til að geta betur þroskað þerapeutiska lífsafstöðu með raunverulegri framtíðarsýn.
Að vinna með ævisögu sína innblásin af mannspekinni krefst ákveðins mannspekináms og vinnur það síðan fram nýjar víddir fyrir einstaklingsbundinn égþroska mannsins. Þannig fær maður tækifæri til að reyna að skilja, að maður býr ekki einvörðungu í efnislegum ytri heimi, heldur einnig í andlegum veruleika. Og lögmál hans er einnig hægt að skilja gegnum kraft hugsunarinnar. Jafn mikil þörf er fyrir hinn andlega veruleika, til að komast til sannrar sjálfssýnar, sem felur einnig sér skilning á kröftum þeim sem verka í örlögum manna.
Til að skýra þetta dálítið betur ætla ég að gefa eftirfarandi lýsingu.
Í efnisheiminum erum við umkringd steinefnum, jurtum, dýrum og meðbræðrum okkar og því sem mennirnir hafa skapað. Í andlega heiminum erum við umkringd þrem hópum andlegra vera, sem við þurfum að kynnast betur og vissulega einnig meðbræðrum okkar og sköpunarverkum þeirra, en í öðrum myndum.
Þegar einhver deyr í efnisheiminum, þá fæðist hann í andlega heiminum. Dauðinn er ekki endalok, heldur þýðir hann ummyndunarferli. Eftir dauðann á sér stað fyrir hvern og einn áframhaldandi þroskun einstaklingsins.
Á fyrsta tímabilinu er liðið æviskeið endurlifað. En aftur á bak, frá lokum til upphafs og út frá heildarsýn, þ.e. að maðurinn upplifir hvaða afleiðingar það sem hann gerði og gerði ekki hafði fyrir aðra. Hann upplifir sjálfan sig frá hinni hliðinni, úr eigin umhverfi, frá sjónarhóli annarra. Þetta á sér stað á fyrsta hluta sálarheimsins (maðurinn hefur ekki lengur efnislegan líkama, heldur einungis sál með égkjarna) og umhverfi hans samanstendur af öðrum mannssálum og sálaröndum. Sálarandarnir eru andlegar verur hið svonefnda þriðja himinveldi, sem venjulega er nefnt Englar, Erkienglar og Máttarvöld. Þetta hefur afar mikil hreinsandi, útjafnandi og læknandi áhrif, í manninum þroskast fram eiginleikar ,,andlegs sjálfs“, nú verður kleift að skilja meira óhlutlægt hvað var gott og hvað var rangt. Ávextir og fræ liðins lífs þroskast fram.
Sem næsta skref kemur einstaklingseðli mannsins í algjörlega hreinsaðri sál inn á ,,sólarviðið“. Nú mætir hann ljósöndunum, úr öðru himinveldinu, Herradómum, Tignum og Veldisenglum og fær að búa í lífsandanum í samhljóm himinsins (himninum), sem hluti hinna guðdómlegu vera. Þar fer þó einnig fram grunnleggjandi starf til að hinir ýmsu lífsferlar og hrynjandi á jörðinni geti virkað. Slíka ferla finnum við í hrynjandi dags og nætur, í árstíðunum, í breytingum veðurs, í vexti og visnun jurta, í andardrætti og blóðrás mannsins o.s.frv.. En einnig er upplifað að raunverulegt starf fyrir framtíð heimsins og mannsins gerir meiri kröfur.
Svo á sér stað þróun út yfir þetta ljós- og varmasvið enn dýpra inn í hinn eiginlega andlega heim þar sem maðurinn fær að sitja við ,,hásæti Guðs“. Hið æðsta mannlega, andlegi maðurinn, þroskast og hann mætir verum hæsta eða fyrsta himinveldisins, öndum aflsins: Hásætin, Kerúbar og Serfar. Ásamt verum þessum er ný jarðvist mannsins undirbúin í mynd innsæis og ætlana. Maðurinn vill til baka til jarðarinnar, til að geta unnið áfram með þroska sinn, til að geta haft einhverja þýðingu fyrir aðra. Og á jörðinni er ,, verkstæðið“. Þessi æðstu máttarvöld móta síðan inn ýmsar viljahvatir sem munstur í heimi efnisins. Síðan er lagður grunnur örlagavefs nýrrar jarðvistar. Úr djúpum jarðarinnar koma örlögin síðan til móts við manninn.
Á leið sinni til nýrrar holdgunar gengur einstaklingseðli mannsins síðan á ný gegnum sólarsviðið með ljósöndunum til að vefa þar saman eigin lífsýræði með annarra, já maður vefur eiginlega fyrst og fremst lífsýræði annarra. Og að lokum fer hann aftur gegnum hin lægri plánetusvið til að geta skapað ásamt sálaröndunum hinar einstaklingsbundnu forsendur eigin komandi líkama í hinni nýju jarðvist.
Síðan ,,deyr“ maðurinn í andlega heiminum og fæðist aftur inn í efnisheiminn, sem lítið barn í líkama sem gefinn er af föður og móður úr straumi erfðanna og sem verður nú að vinna upp til að hann geti orðið nothæft tæki. Og auðvitað eru fyrir hendi frá fyrri tíð örlagaþræðir við föður og móður og einnig systkini. Manneskjur, sem hafa eitthvað með hverja aðra að gera, þroska sig saman í ýmsum samböndum gegnum jarðvistirnar. Sá sem maður sjálfur er, kemur einmitt fram í öllum þessum mismunandi samböndum og í því hvernig manni tekst síðan að þroska þessi sambönd áfram inn í framtíðina.
Í manninum er líkt og stöðugt til staðar hliðarstraumur. Lengra niðri, kringum minningarnar, spíra sársauki og vonbrigði í sambandi við óréttlæti sem átt hefur sér stað. Þar spíra einnig þrár og tilfinningar sem herja á hjartað. Og auðvitað verður maður að læra að þekkja þær. Þær segja eitthvað um afstöðu mína til heimsins umhverfis mig. En ég verð að gæta mín á að þær nái ekki völdum yfir mér, svo að þær loki mig ekki inni og einangri mig ekki. Hærra, á öðru sviði, sem við þurfum að læra að þekkja aftur og upplifa, flæða gegnum kraft hjartans möguleikar til dýpri skilnings og innsæis. Milt ljós visku fer að lýsa, siðferðislegt þmyndunarafl verður virkt. Jákvæður framhaldsýroski verður mögulegur. Til og með í vonlaustustu aðstæðum geta opnast nýjar dyr.
Einnig í hinu venjulega hvunnsdagslífi eru þessar ýmsu andlegu verur sem lýst er hér á undan og verka á þroskabraut mannsins milli dauða og nýrrar fæðingar, virkar í og fyrir manninn. Í fyrstunni tökum við ekki eftir þessu. Ein af eftirverkunum hins myrka skeiðs er að hver einasti maður lifir í sínum eigin litla heimi, sínum eigin sálarveruleika, þar sem hann einn er til.
Eins og við getum lært að finna leiðina og átta okkur í hinum ytri heimi, þannig getum við einnig lært að þekkja það sem verkar í djúpi (og hæðum) sálarinnar. Andlegi heimurinn verður fyrst veruleiki fyrir manni þegar maður fer sjálfur að gera sér hugmyndir um hann. Þannig ákveður maður sjálfur hvernig framtíðin kemur til með að líta út. Það sem hefur dáið og visnað og orðið svo afstætt gegnum vitsmunina, getur aftur fengið nýtt líf þegar ég næ að vakna fyrir hinum andlega veruleika sem er til staðar jafnt í okkur sjálfum sem og í öllu er umlykur okkur.
Í ritgerðum þessum reyni ég að lýsa hvernig slíkur andlegur þroski geti orðið skref fyrir skref. Ég hef þá einnig lýst á hvaða sviði og hvernig ýmsar andlegar verur eru virkar. Ég er vel meðvitaður um, að allt er þetta aðeins fyrsta tilraun og mikið verk er eftir. Reynsla mín er að mannspekin getur mjög vel miðlað á mismunandi stigum lífsins þeim andlega krafti í mannséginu, sem gerir kleift að leggja stund á frekari einstaklingsbundna eigin vinnu. Mannspekin gefur hvatir til heilbrigðrar eigin innri vinnu í sálinni gegnum virkar æfingar hugsunarinnar, tilfinninganna og viljans og samverkan þeirra. Það getur leitt til vaxandi sjálfstæðis og innri friðhelgi.
Í lokin vil ég vekja athygli á hornsteinshugleiðingunni. Það eru vers eftir Rudolf Steiner handa þeim sem vilja opna hug sinn og hjarta fyrir þeirri hvöt til andlegs þroska, sem mannspekin getur gefið. Ég álít að betri sálræna meðferð sé ekki að finna. Sjálfur hef ég upplifað kraft þessa hornsteins sem mikla og óhagganlega hjálp á erfiðustu tímum lífs míns. Mannssálin er hvött til að endurnýja vilja, tilfinningu og hugsun sína með samviskusamlegum æfingum: æfðu andlegt minni í djúpum sálarinnar, æfðu andlega íhugun í jafnvægi sálarinnar, æfðu andlega sýn í hugarins ró. Óhlutlægir alheimskraftar í formi kraft-, ljós- og sálaranda verka síðan í því. Og innri kjarni ljóss og hlýju verður upplifaður æ meira. Tækifæri verða til að vinna að verðugri framtíð mannsins ásamt öðrum, sem maður finnur sig tengdan.
Sem öflug framtíðarhvöt fylgja hér lokaorð hornsteinshugleiðingarinnar:
svo gott megi verða
það sem við viljum
frá hjörtum reisa,
frá höfðum leiða að settu marki.
Lesa meira: „Fyrstu sjö æviárin“ eftir Dr. Maarten Reder.
Mynd: Jón Garpur hrærir fífla í soppu til steikingar. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Dr. Maarten Reder „Um sjö ára tímabilin í ævi mannsins - Inngangur“, Náttúran.is: 24. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/24/um-sjo-ara-timabilin-i-aevi-mannsins/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. desember 2015