Dr. Steiný ór Sigurðsson varði doktorsverkefni sitt, Chemical composition and biological activity of some Icelandic medicinal herbs, við Háskóla Íslands þann 23. nóvember. Doktorsgráðan er afrakstur umfangsmikilla rannsókna sem Steiný ór hefur unnið að síðan árið 1995 undir leiðsögn Dr. Sigmundar Guðbjarnasonar, prófessors í lífefnafræði, en hann hóf rannsóknirnar þremur árum áður.

Rannsóknastarfið hefur leitt í ljós að íslenskar lækningajurtir innihalda mörg efni sem sýna lífvirkni. Slík efni geta ný st í heilsufarslegu tilliti og til forvarna. Niðurstöðurnar eru sérstaklega áhugaverðar í sögulegu samhengi, því þær varpa nokkru ljósi á að fyrri kynslóðir hafi oft haft á réttu að standa varðandi lækningamátt íslenskra jurta.

Tæplega fjörutíu jurtir voru rannsakaðar, en mest áhersla lögð á ætihvönn, (Angelica archangelica á latínu). Hvönnin hefur verið þekkt lækningajurt frá því fyrir landnám Íslands, en talið er að íslensk hvönn innihaldi meira af lífvirkum efnum en sama jurt sem vex í suðrænni löndum. Fræðigreinar tengdar rannsóknarstarfinu hafa birst í erlendum, ritrýndum vísindatímaritum.

SagaMedica-Heilsujurtir ehf. er íslenskt fyrirtæki, stofnað árið 2000 til að hagnýta þessar merkilegu rannsóknir. Vörur SagaMedica innihalda efni sem eru meðal annars notuð við tíðum næturþvaglátum, til að viðhalda heilbrigðu minni, til að fyrirbyggja kvef og draga úr kvíða. Fleiri vörur eru væntanlegar og fyrirtækið leggur nú allt kapp á aukinn útflutning inn á stóra markaði erlendis og markaðssetningu á vefnum.

Ljósmynd: Ætihvönn, fræ, vel þroskuð. Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
2. desember 2009
Höfundur:
Kristinn Leifsson
Tilvitnun:
Kristinn Leifsson „Doktorsritgerð í lífefnafræði - Rannsóknir á íslenskum lækningajurtum“, Náttúran.is: 2. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/02/doktorsritgero-i-lifefnafraeoi-rannsoknir-islensku/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: