Þýskur bóndi í málaferlum við líftæknifyrirtækið Syngenta
Syngenta er fjölþjóðlegt fyrirtæki í líftækni sem starfar í 90 löndum. Þþskur bóndi að nafni Gottfried Glöckner stendur nú í málaferlum við það þar sem hann heldur því fram að erfðabreyttur maís frá fyrirtækinu hafi eitrað mjólkurkþr hans. Dómstóll í Frankfurt komst að þeirri niðurstöðu að fullnaðarsönnun lægi ekki fyrir um sekt en lagði til þá dómsátt að fyrirtækið greiddi 100 þúsund evrur í skaðabætur.
Gottfried Glöckner fóðraði kþr sínar á árunum 1997-2002 með fóðri sem innihélt erfðabreyttan maís af stofninum Bt-176, frá Syngenta. Maísinn átti uppruna sinn úr ræktunartilraun sem gerð hafði verið á jörðinni.
Árið 2001 drápust fimm mjólkurkþr á bænum og á árunum eftir það sjö kþr til viðbótar. Grunsemdir vöknuðu hjá Gottfried um það að dauða kúnna mætti rekja til erfðabreytta maísins. Hann taldi að orsökin væri Bt-eitur sem ætlað er til að drepa skaðdýr sem leggjast á maísinn. Kþrnar veiktust rúmlega tveimur árum eftir að fóðrun með Bt-maísnum hófst. Sjúkdómseinkennin voru m.a. límkennd mykja, vatnssöfnun í liðamótum og blóð í mjólk og þvagi.
Margar kúnna hættu að mjólka og vansköpun kom fyrir á kálfum. Þar sem bóndinn hafði dreift mykjunni á akra sína hafði beitilandið einnig eitrast af Bt-eitri. Kþr, sem höfðu gengið þar á beit, drápust síðar.
Gottfried Glöckner hafði leitað til ríkisrekinnar rannsóknastofnunar, Robert Koch-institut, um að rannsaka málið. Sérfræðingar hennar töldu sig ekki geta fullyrt það að Bt-eitrið ætti sök á dauða kúnna. Tilraun þeirra stóð hins vegar aðeins í 90 daga og það taldi Glöckner alltof stuttan tíma. Hann var í upphafi eindreginn fylgismaður erfðabreyttrar ræktunar en eftir að hafa neyðst til að slátra öllum kúm sínum, 70 að tölu, skipti hann um skoðun og er kominn í hóp andstæðinga hennar. Maísafbrigðið Bt- 176 hefur hins vegar verið tekið úr ræktun.
Gottfried Glöchner fór í mál við Syngenta og krafðist hálfrar milljónar evra frá fyrirtækinu í skaðabætur. Dómstóllinn taldi hins vegar að ekki lægi fyrir fullnaðarsönnun á því að það hafi verið Bt-maísinn sem væri valdur að dauða kúnna. Hins vegar lagði dómstóllinn til að Syngenta greiddi Gottfried Glöckner 100 þúsund evrur í réttarsátt. Syngenta hafnaði því og taldi að með því væri það að viðurkenna sekt í málinu.
Úr Bændablaðinu 1 tbl. 2008, grein upphaflega úr Landsbygdens Folk.
Sjá tengla sem tengjast erfðabreytingum hér t.h. á síðunni.
Birt:
Tilvitnun:
Landsbygdens Folk „Þýskur bóndi í málaferlum við líftæknifyrirtækið Syngenta“, Náttúran.is: 18. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/18/thyskur-bondi-i-malaferlum-vio-liftaeknifyrirtaeki/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. janúar 2008