Landsnet hf. hefur nú um langt skeið undirbúið framkvæmdir við háspennulínur frá fyrirhuguðum virkjunum á Bitru og við Hverahlíð á Hellisheiði að Geithálsi í Reykjavík og þaðan alla leið til Straumsvíkur í Hafnarfirði. Framkvæmdirnar eru matsskyldar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Matsvinnan er hafin og er tillaga að matsáætlun nú til meðferðar hjá Skipulagsstofnun. Ná í tillögu að matsáætlun.

Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 01. 02. 2007 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.


Myndin er tekin í kynnisferð á vegum Landnets um svæðið sem að lagt verður undir þrefalda röð háspennumastra (áætlað er að lagt verði undir) , alla leið frá Hellisheiði suður í Hafnarfjörð. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Jan. 24, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tillaga að matsáætlun v. lagningu háspennulína“, Náttúran.is: Jan. 24, 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/tillaga_matsaaetlun/ [Skoðað:Feb. 28, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: March 16, 2007
breytt: April 30, 2007

Messages: