OR gerir athugasemdir við matsáætlun Landsnets
Athugsemdir OR eru því væntanlega settar fram í tvíþættum tilgangi. Annars vegar til að lægja mótþróa gegn frekari virkjunum á heiðinni með málamiðlun um jarðstreng fyrir ný virkjanirnar og hins vegar til að marka nýja stefnu fyrirtækisins varðandi orkuflutning í framtíðinni. Þó má segja að vegalengdin sem athugasemdin nær yfir sé mjög stutt miðað við þær vegalengdir og landsvæði sem öðrum möstrum er reiknað til að koma orkunni áleiðis. Línur í jörð gætu þó orðið til þess að útivistargildi svæðisins haldist að mestu. En þar sem áformaðar virkjanir við Ölkelduháls og Hverahlíð eiga að knýja „hugsanlega stækkun“ álversins í Straumsvík og „hugsanlegt“ álver í Helguvík er ekki víst að nokkrar af þessum tilllögum, athugsemdum eða áætlunum verði nokkurn tíma notaðar.
Myndin er af núverandi háspennulínum að álverinu í Straumsvík þ. 25. 09. 2006, en þær munu að öllum líkindum þrefaldast að umfangi, komi til stækkunar bræðslunnar.
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „OR gerir athugasemdir við matsáætlun Landsnets“, Náttúran.is: 8. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/matsaaetl_landsnet/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 2. maí 2007