Einar K. Guðfinnsson nú bæði landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sér ekki fram á stefnubreytingu hjá nýrri ríkisstjórn varðandi útgáfu hvalveiðileyfa. Yfirlýsing ráðherra kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti því hún er þvert ofan í yfirlýsingar ný skipaðs umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttir varðandi veiðarnar.

Það er sem sagt ekki atriði þegar hvalveiðar eiga í hlut hvort að meðráðherra, sem ætti að hafa nokkura lögsögu í málinu, sé mótfallin veiðunum, né hvort að veiðarnar stefni fjölbreyttum atvinnuvegum sem tengjast útflutningi og ferðamennsku í voða. Né heldur skiptir það nokkuru máli hvort að greinin sé arðbær. Sem hún er ekki.

Stolt ráðherra og síðasta hvalveiðiskipsstjórans vegur þar þyngra en nokkurar röksemdir og því er spurning hvort að Einar K. Guðfinnsson sé að reyna að sýna fram á að hann sé óhagganlegur töffari og hörkutól eða hvort að honum sé hreinlega alveg sama um afleiðingar, arðsemi, þjóðarsátt og orðspor þjóðarinnar?

Grafík: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
10. júní 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Skoðun umhverfisráðherra virt að vettugi“, Náttúran.is: 10. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/10/umhverfisrherra-tro-um-tr/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007

Skilaboð: