Á þriðjudag tilkynntu Sameinuðu þjóðirnar að Galapagoseyjarnar fyrir utan Ekvador væru í mikilli hættu vegna mikils ferðamannastraums og innflutnings fólks til eyjanna sem setur þar af leiðandi risaskjaldbökurnar og blá-fóta boobíana (blue footed boobies) sem eyjarnar eru þekktastir fyrir í stórhættu.

„Þessi dýr eru í mikilli hættu vegna aukins ferðamannastraums og innflutnings fólks til eyjanna en einnig vegna annarra ágengra dýra“ segir í skýrslu nefndar, UNESCO – Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um arfleifð þjóðanna.

Þessar eldfjallaeyjar sem staðsettar eru um 1000 km vestur af ströndum Ekvador voru innblástur fyrir þróunarkenningu Charles Darwin.

Utanríkisráðherra Ekvador, Maria Espinosa sagði að skýrsla nefndarinnar muni hjálpa ríkisstjórninni að leysa þessi erfiðu vandamál Galapagos.

Rafael Correa, forseti Ekvador sagði eyjarnar í hættu í apríl á þessu ári og hefur heitið því að setja strangari reglur vegna innflutninga fólks til eyjanna og segja upp einhverjum ferðamannaleyfum.

Aukinn ferðamannastraumur hefur orðið til þess að vinnumenn og konur frá megin-landinu koma til eyjanna til að vinna í byggingarvinnu, á veitingastöðum og skemmtiferðaskipum. Sumir taka með sé dýr sem ekki finnast á eyjunum, líkt og geitur sem síðan berjast við risaskjaldbökurnar um mat.

„Skýrslan er góð fyrir eyjarnar, því hún munu beina
athyglinni að vandamálum eyjanna.“ sagði Linda Cayot, vísindalegur ráðgjafi hjá verndunarstöð Galapagos.
„Þetta þrýstir ekki bara á Ekvador heldur verndunarhópa til að fá viðurkennda vinnu sína þar“

sjá frétt á Planet Ark

Myndirnar eru af blá-fóta boobíum og risaskjaldböku og fengnar að láni hjá About.com, South America for visitors

Ef einhver veit íslensku þýðinguna á blue footed booby, endilega skrifið í athugasemdir.

 

Birt:
27. júní 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Reuters
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Dýralíf á Galapagoseyjum í hættu“, Náttúran.is: 27. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/27/galapagoseyjar-httu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: