Umhverfisstofnun heldur málþing um jarðfræðilega fjölbreytni og landslag næstkomandi föstudag, 20. nóvember. Málþingið verður haldið í Sólarsal Rúgbrauðsgerðarinnar og stendur frá 13:00-16:30. Markmið málþingsins er að vekja athygli á jarðfræðilegri fjölbreytni og landslagi á Íslandi og meta verndargildi þess.

Ísland býr yfir mikilli fjölbreytni á þessu sviði þar sem eldur og ís hefur mótað landið í gegnum tíðina. Samspil þessara landmótandi þátta hafa skapað umhverfi sem er að mörgu leyti mjög sérstakt og spurt er hvort betur þurfi að hlúa að því í framtíðinni. Töluvert hefur verið gengið á þessa náttúruauðlind á undanförnum áratugum, meðal annars vegna framkvæmda og aukins fjölda ferðamanna. Því þarf að veita jarðminjum og landslagi meiri athygli en gert hefur verið.

Á málþinginu verður farið yfir heildarmynd málaflokksins og einstök fyrirbæri svo sem jarðhitasvæði, eldstöðvar og eldstöðvakerfi, laus jarðlög og fleira. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Umræða um verndargildi landslags og jarðminja er lýðræðisleg forsenda sáttar um náttúruvernd og nýtingu.

Dagskrá:

13.00 - 13.10 Opnun – Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri sviðs náttúruauðlinda, Umhverfisstofnun
13.10 - 13.30 Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands – Verndaðar jarðminjar
13.30 - 13.50 Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands – Verndargildi landslags
13.50 - 14.10 Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands – Verndargildi jarðhitasvæða
14.10 - 14.30 Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur – Frá Galapagos til Kamsjatka - á Íslandi. Verndargildi eldstöðva og eldstöðvakerfa
14.30 - 15.00 Kaffi
15.00 - 15.20 Hreggviður Norðdahl, fræðimaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands – Verndargildi lausra jarðlaga
15.20 - 15.40 Kristján Jónasson og Sveinn Jakobsson, jarðfræðingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands – Verndargildi steina á Íslandi: Fágætar steindir og berg
15.40 - 16.00 Lovísa Ásbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun – Heimsminjar UNESCO og jarðminjagarður (Geopark)
16:00 - 16:30 Samantekt og umræður

Fundarstjóri verður Kristján Geirsson, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Ljósmynd: Frá Jökulsárlóni, Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
18. nóvember 2009
Höfundur:
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
NA „Málþing um náttúruvernd“, Náttúran.is: 18. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/18/malthing-um-natturuvernd/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: