Sunnudaginn 4. maí ætlar Græna netið að skunda á Þingvöll m.a. í þeim tilgangi að kynna sér deilur um legu Gjábakkavegar sem liggur á milli Þingvalla og Laugarvatns. Einar Sæmundsson, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins, fer með okkur um svæðið og ræðir um stöðu náttúruverndar á Íslandi.
Lagt verður af stað kl.11:00 frá BSÍ og er ráðgert að koma til baka um kl. 17:00 Ferðalangar þurfa að hafa með sér nesti og drykkjarföng þar sem við getum ekki treyst því að þjónustumiðstöðin verði opin.

Allir eru velkomnir en tilkynna þarf þátttöku með tölvupósti í netfangið sas@vortex.is eða sigrun.pals@simnet.is. Einnig er hægt að tilkynna sig með sms eða símtali í 861 2135. Góðfúslega látið vita af fjölda samferðamanna þegar tilkynnt er um þátttöku.
Fargjald er krónur 1.500 og frítt fyrir börn yngri en 12 ára.

Á vef Veðurstofunnar fyrir sunnudaginn segir:

Hiti: 12°C
Vindur: austan 5 m/s (andvari eða gola)
En bþst við einhverri úrkomu um allt land.
Þátttakendur þurfa því að búa sig með hliðsjón af því að það geti fallið skúrir. Við gerum ráð fyrir útivist sem á að vera fær öllu fullfrísku fólki.
Hægt er að kynna sér tillögur að legu Gjábakkavegar á vef Landverndar en þar fer fram netkosning um tillögurnar.

Myndin sýnir útsýnið, séð frá gamla kóngsveginum yfir Lyngdalsheiði til Þingvallavatns. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
30. apríl 2008
Höfundur:
Græna netið
Tilvitnun:
Græna netið „Þingvellir, Lyngdalsheiði og Gjábakki - Græna netið“, Náttúran.is: 30. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/30/thingvellir-lyngdalsheioi-og-gjabakki-graena-netio/ [Skoðað:22. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: