Uppskera í kassa.Haustið er tími allsnægtanna í garðinum. Nú getum við leyft okkur daglegar stórveislur úr því sem við sjálf höfum aflað. Það er liðin sú tíð þegar vinnufólk Björns í Sauðlauksdal fúlsaði við grænmetinu sem hann hóf að rækta upp úr miðri átjándu öld langt á undan sínum samtíðarmönnum. Vinnufólkið lét hann heyra að gras væri fyrir sauðfé. Kaup var á þessum tíma aðallega goldið í mat og húsnæði og því fannst fólkinu rétt og sanngjarnt að verja sín launakjör. Askur var stöðluð mælieining.

Björn lét sér þetta lynda og beið þolinmóður og kom uppskerunni fyrir í útihúsi. Þegar enn haustaði að og kólnaði og menn komu loppnir inn frá útiverkunum, þá lét hann setja yfir stóran pott og elda væna súpu með káli og rófum og fleira góðgæti. Ilmurinn barst fram göngin, og við þessar aðstæður gekk þetta í fólkið. Eftir það leit það grænmetið hýrari augum og fór að síðustu að biðja um að grænmetissúpan yrði á borðum. Bréfið, sem hér fer á eftir var svar við tilskipan danskra yfirvalda frá árinu 1754 um að bændur á Íslandi skyldu hefja ræktun matvæla og girða tún sín. Það var sent stiftamtmanninum Rantzau greifa og skrifað á dönsku:

Mig gik det saaledes: Da mine Folk mærkede, at jeg vilde give dem Kaal til Spise, satte de dem derimod, og sagde, det var ingen forsvarlig Mad: Jeg maatte give efter for denne Gang, ladende som det ey var min Alvor, at drive videre derpaa, dog stod Kaalen og voxte til ud paa Høsten. Ved denne Tiid, da det begynder først at fryse, vil Arbejdsfolk gierne have varm Mad, men det er sielden Bondens Leylighed i Island, at føye dem i deres Begiering. Herpaa blev Kaalen optaget, vel tillavet og sat for Folkene. Jeg sagde det var bedre i denne Kuld, at nyde noget varmt, og bød dem dog, for Curieusitæts Skyld at prøve, om denne Mad vilde bekomme dem ilde, hvis saa var, skulde man aldrig meer forsøge Sligt: Derhos forsikkrede jeg dem, at Kaalen havde nu faaet en bedre Smag, siden den var frossen. Folkene spiiste derpaa, og dem syntes got derom. Nogle Dage derefter, blev Kaal igien tillavet, da spiiste de endnu bedre, og derpaa bad de mig, jeg vilde dog give dem denne Ret tiere, hvilket jeg gierne giørde, derpaa gik Kaalen saa ned, at jeg knap fik noget indsat for mig selv til Vinteren: Aaret efter, saaede jeg mere Kaal, og udvidede min Hauge.”

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. 

Mynd: Uppskera í kassa, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
17. september 2014
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Allsnægtir og afneitun“, Náttúran.is: 17. september 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/12/allsngtir-og-afneitun/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 12. nóvember 2007
breytt: 31. október 2014

Skilaboð: