Næstkomandi miðvikudagskvöld þ. 07. 02. 2007 heldur Framtíðarlandið fund með félagsmönnum þar sem lagðar verða fram tillögur bráðabirgðastjórnar félagsins um að bjóða fram til þings í Alþingiskosningunum í vor auk þess sem að drög að stefnuskjali verður kynnt.

Næstkomandi miðvikudagskvöld þ. 07. 02. 2007 heldur Framtíðarlandið fund með félagsmönnum þar sem lagðar verða fram tillögur bráðabirgðastjórnar félagsins um að bjóða fram til þings í Alþingiskosningunum í vor auk þess sem að drög að stefnuskjali verður kynnt. Fundur Framtíðarlandsins fer fram á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 20:00 og er opinn öllum félagsmönnum, sem eru hvattir til að mæta og móta félag sitt.
-
Sitt sýnist hverjum um hvort að Framtíðarlandið sé raunhæft stjórnmálaafl eða hvort að framboð á vegum þess myndi aðeins veikja umhverfisáherslur annarra flokka, fækka félagsmönnum og koma í veg fyrir raunverulegar breytingar til umhverfisvænni landssjórnar, á þessum síðustu og viðkvæmustu tímum.
-
Um nokkra hríð hefur sú sjálfsagða krafa að stjórnarhættir Framtíðarlandins verði lýðræðislegri ómað og endurómað, enda ekki verið auðsótt fyrir félagsmenn að koma sínum skoðunum á framfæri hvað þá að komast að því hvort að bjóða ætti fram eða ekki. Veiðimenn í blaðamannastétt þóttust aftur og aftur hafa skilið innstu klíkuna þannig að bjóða ætti fram, birt um það greinar, en þær fréttir þó verið bornar til baka og úskýrðar sem útúrsnúningar tiltekinna blaðamanna þegar innt var eftir rétmæti þeirra af Grasaguddu. Á fundinum á miðvikudaginn mun vera lagt undir félagsmenn að ákveða hver stefnan skuli nú verða og er það vel, helst til seint, en vonandi þó ekki til skaða fyrir umhverfishugsjónina sem málið stendur fyrst og síðast um.
-
Í nýjasta tölublaði vefs Framtíðarlandsins eru nokkur athyglisverð viðtöl t.a.m. við Óskar Magnússon forstjóra TM og rithöfund sem að nú ítrekar enn og aftur (síðast í viðtali í Lesbók Morgunblaðsins) að stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar sé farin að fara verulega fyrir brjóstið á jafnvel harðsvíruðustu sjálfstæðismönnum, eins og honum sjálfum. Lesa greinina.

Sjá eldri fréttir um t.a.m. „Framtíðarlandið“ og önnur mál sem tengjast umhverfi og náttúru hér á vef Grasaguddu með því að slá inn leitarorð í leitarvélina hér eftst til hægri á síðunni. Ath. Notið Firefox vafra við leitina.

Birt:
6. febrúar 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Framtíðarlandið og framtíðin“, Náttúran.is: 6. febrúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/framtidarlandid_og_framtidin/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 20. apríl 2007

Skilaboð: