Þegar skjaldkirtill framleiðir of mikið af hormórnum örvast efnaskipti í líkamanum verulega. Þessi umframbrennsla leiðir til þess að viðkomandi er stöðugt hungraður og borðar þar af leiðandi meira, en þrátt fyrir aukið át grennist sjúklingurinn. Fólk sem þjáist af ofvirkum skjaldkirtli verður oft skapstyggt, taugaspennt og geðveiflur verða mjög miklar. Oft getur verið erfitt fyrir ættingja og vini að skilja og umbera þann sem haldinn er þessum sjúkdómi, og það eykur vanlíðan viðkomandi.

Jurtir gegn ofvikrum skjaldkirtli

Jurtir sem styrkja taugakerfið: t.d. vallhumall, hafrar, freyjubrá, humall og garðabrúða.
Lifrarstyrkjandi, bitrar jurtir sem koma reglu á kirtlastarfsemi: t.d. spánarkerfill, túnfífill (rót), mýrasóley og brenninetla. Munkapipar reynist oft vel gegn ofvirkni í skjaldkirtli.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn ofvirkum skjaldkirtli

1 x vallhumall
1 x spánarkerfill
1 x brenninetla

Auk þessarar lyfjablöndu er munkapipar tekinn að morgni.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Ofvirkur skjaldkirtill“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/ofvirkur-skjaldkirtill/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 5. ágúst 2014

Skilaboð: